Költhetja Lakers gæti reynst lykillinn að velgengni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2020 22:45 Eitt af skemmtilegri atvikum tímabilsins var þegar allt Lakers-liðið stökk upp með Caruso þegar hann tróð í leik gegn New York Knicks. Jayne Kamin-Oncea/USA Today Sports LeBron James, Anthony Davis, Kyle Kuzma, Dwight Howard, JaVale McGee, Danny Green og meira að segja Rajon Rondo eru allt nöfn sem flestir aðdáendur NBA-deildarinnar í körfubolta kannast við. Alex Caruso er ekki eitt af þeim nöfnum, eða hann var það allavega ekki. Eftir frábærar frammistöður á tímabilinu hefur það breyst og nú er hann meðal vinsælustu leikmanna Lakers-liðsins. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsfólks liðsins og því ákvað enski miðillinn The Guardian að fjalla um þessa költhetju Los Angeles. Caruso er ekki eins og hinn hefðbundni NBA-leikmaður. Við fyrstu sýn virðist hann frekar eiga heima bakvið skrifborð á skrifstofu liðsins eða sem endurskoðandi. Þessi 26 ára leikmaður hefur hins vegar komið öllum á óvart undanfarna mánuði. Playoff mode activated Link in bio to stock up on your playoff gear with an extra 10% off of The Carushow for the next 24 hours. #Lakeshow pic.twitter.com/nsVkryXHev— Alex Caruso (@ACFresh21) August 18, 2020 Eftir fínan feril sem háskólaleikmaður fyrir Texas A&U háskólann. Hann æfði með nokkrum liðum fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2016 en var á endanum ekki valinn. Honum var á endanum boðið að æfa með Oklahoma City Blue í G-deildinni. Er sú deild hálfgerð varaliðsdeild NBA-liðanna og Oklahoma City Blue er B-lið Oklahoma City Thunder. Þrátt fyrir að allir samherjar hans væru handvissir um að hann væri klár í NBA-deildina þá fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá OKB. Sumarið 2017 var hann hins vegar valinn af Los Angeles Lakers til að vera varamaður Lonzo Ball í sumardeild NBA. Á endanum samdi hann við Lakers þannig að hann myndi spila með South Bay, G-deildarliði Lakers, en gæti einnig verið kallaður upp í aðalliðið. Rúmum tveimur árum síðar er Caruso – sem er oft kallaður „Carushow“ – einn vinsælasti leikmaður stórliðs Los Angeles Lakers sem inniheldur tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í LeBron James og Anthony Davis. https://t.co/HXtb5sR0aE— Alex Caruso (@ACFresh21) August 4, 2020 Caruso tengir lítið við glamúrlífstíl margra NBA-leikmanna og nýtir hann frítíma sinn í að horfa á The Office, spila tölvuleiki og fylgjast með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Caruso hefur spilað stóra rullu hjá Lakers í vetur og telja margir að hann eigi að fá allar þær mínútur sem Frank Vogel – þjálfari liðsins – er að gefa Rajon Rondo. Rondo hefur verið meiddur í upphafi úrslitakeppninnar en spilaði alls 25 mínútur í 15 stiga tapinu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Á þessum 25 mínútum skoraði Rondo átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Meðvirknin kringum þennan mann er hrikaleg. https://t.co/JzHGT0oWJ0— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) September 5, 2020 Caruso spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Það er því ljóst að ef Vogel vill ekki lenda 2-0 undir gegn Houston í nótt þá þarf hann að spila renglulega stráknum frá Texas meira en hann gerði í síðasta leik. Körfubolti NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
LeBron James, Anthony Davis, Kyle Kuzma, Dwight Howard, JaVale McGee, Danny Green og meira að segja Rajon Rondo eru allt nöfn sem flestir aðdáendur NBA-deildarinnar í körfubolta kannast við. Alex Caruso er ekki eitt af þeim nöfnum, eða hann var það allavega ekki. Eftir frábærar frammistöður á tímabilinu hefur það breyst og nú er hann meðal vinsælustu leikmanna Lakers-liðsins. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsfólks liðsins og því ákvað enski miðillinn The Guardian að fjalla um þessa költhetju Los Angeles. Caruso er ekki eins og hinn hefðbundni NBA-leikmaður. Við fyrstu sýn virðist hann frekar eiga heima bakvið skrifborð á skrifstofu liðsins eða sem endurskoðandi. Þessi 26 ára leikmaður hefur hins vegar komið öllum á óvart undanfarna mánuði. Playoff mode activated Link in bio to stock up on your playoff gear with an extra 10% off of The Carushow for the next 24 hours. #Lakeshow pic.twitter.com/nsVkryXHev— Alex Caruso (@ACFresh21) August 18, 2020 Eftir fínan feril sem háskólaleikmaður fyrir Texas A&U háskólann. Hann æfði með nokkrum liðum fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2016 en var á endanum ekki valinn. Honum var á endanum boðið að æfa með Oklahoma City Blue í G-deildinni. Er sú deild hálfgerð varaliðsdeild NBA-liðanna og Oklahoma City Blue er B-lið Oklahoma City Thunder. Þrátt fyrir að allir samherjar hans væru handvissir um að hann væri klár í NBA-deildina þá fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá OKB. Sumarið 2017 var hann hins vegar valinn af Los Angeles Lakers til að vera varamaður Lonzo Ball í sumardeild NBA. Á endanum samdi hann við Lakers þannig að hann myndi spila með South Bay, G-deildarliði Lakers, en gæti einnig verið kallaður upp í aðalliðið. Rúmum tveimur árum síðar er Caruso – sem er oft kallaður „Carushow“ – einn vinsælasti leikmaður stórliðs Los Angeles Lakers sem inniheldur tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í LeBron James og Anthony Davis. https://t.co/HXtb5sR0aE— Alex Caruso (@ACFresh21) August 4, 2020 Caruso tengir lítið við glamúrlífstíl margra NBA-leikmanna og nýtir hann frítíma sinn í að horfa á The Office, spila tölvuleiki og fylgjast með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Caruso hefur spilað stóra rullu hjá Lakers í vetur og telja margir að hann eigi að fá allar þær mínútur sem Frank Vogel – þjálfari liðsins – er að gefa Rajon Rondo. Rondo hefur verið meiddur í upphafi úrslitakeppninnar en spilaði alls 25 mínútur í 15 stiga tapinu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Á þessum 25 mínútum skoraði Rondo átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Meðvirknin kringum þennan mann er hrikaleg. https://t.co/JzHGT0oWJ0— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) September 5, 2020 Caruso spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Það er því ljóst að ef Vogel vill ekki lenda 2-0 undir gegn Houston í nótt þá þarf hann að spila renglulega stráknum frá Texas meira en hann gerði í síðasta leik.
Körfubolti NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira