Heitur Harden kom Houston yfir | Heat í frábærri stöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 10:30 Tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta mættust í nótt. Mike Ehrmann/Getty Images Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets gerði sér lítið fyrir og lagði Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í undanúrsitum Vesturdeildarinnar. Í Austurdeildinni er Miami Heat komið 3-0 yfir gegn Milwaukee Bucks. James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers. Fyrir leik var talað um einvígi „verðmætustu leikmanna deildarinnar,“ en það eru þeir Harden og LeBron James. Annar stóð allavega undir væntingum í nótt. Harden var frábær í nótt og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik sem lagði í raun grunninn að sigrinum en Houston var með átta stiga forystu að loknum fyrri hálfleik. Þó Lakers kæmust oft nálægt Houston í síðari hálfleik tókst þeim aldrei að komast yfir og þegar Houston nái 14-0 kafla í upphafi 4. leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. 3 6 PTS for @JHarden13 in the @HoustonRockets Game 1 W! #NBAPlayoffs Game 2 Sun. (9/6) at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/a2fdubEn2s— NBA (@NBA) September 5, 2020 Fór það svo að Houston vann á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Lakers lenti einnig undir gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann einvígið á endanum 4-1. LeBron þarf augljóslega að virkja félaga sína sem og að spila betur sjálfur en hann var með 20 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar í nótt. Anthony Davis kom þar á eftir með 25 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þá var Alex Caruso með 14 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. pic.twitter.com/aNluDTWSig— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 5, 2020 Harden var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 24 ásamt því að taka níu fráköst. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru svo gott sem komnir í sumarfrí eftir að tapa þriðja leiknum í röð gegn Miami Heat. Annað árið í röð á Bucks frábært tímabil í deildinni en finna engan veginn taktinn í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Bucks eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu forystunni lengst um framan af síðari hálfleik og voru til að mynda enn 11 stigum yfir þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum, þá hins vegar hrökk allt í baklás. Miami Heat hafði hitt úr ótrúlegu magni þriggja stiga skota í síðasta leik eða 17 talsins. Þeir gerðu gott betur og hittu úr 18 í nótt. Jimmy Butler og félagar virtust einfaldlega setja í gír í síðasta leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir Bucks. Þeir unnu leikhlutann 40-13 og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 115-100. @JimmyButler scores 17 of his 30 PTS in the 4th Q to put the @MiamiHEAT up 3-0! #NBAPlayoffs Game 4 Sun. (9/6) at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/cckgKDl5JM— NBA (@NBA) September 5, 2020 Þýðir það að Bucks eru svo gott sem dottnir úr leik en ekkert lið í sögu deildarinnar hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir í einvígi. Jimmy Butler var stórkostlegur í liði Heat í nótt, skoraði hann 30 stig. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Hjá Bucks var Brook Lopez stigahæstur með 22 stig á meðan Giannis skoraði 21 og tók 16 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets gerði sér lítið fyrir og lagði Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í undanúrsitum Vesturdeildarinnar. Í Austurdeildinni er Miami Heat komið 3-0 yfir gegn Milwaukee Bucks. James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers. Fyrir leik var talað um einvígi „verðmætustu leikmanna deildarinnar,“ en það eru þeir Harden og LeBron James. Annar stóð allavega undir væntingum í nótt. Harden var frábær í nótt og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik sem lagði í raun grunninn að sigrinum en Houston var með átta stiga forystu að loknum fyrri hálfleik. Þó Lakers kæmust oft nálægt Houston í síðari hálfleik tókst þeim aldrei að komast yfir og þegar Houston nái 14-0 kafla í upphafi 4. leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. 3 6 PTS for @JHarden13 in the @HoustonRockets Game 1 W! #NBAPlayoffs Game 2 Sun. (9/6) at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/a2fdubEn2s— NBA (@NBA) September 5, 2020 Fór það svo að Houston vann á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Lakers lenti einnig undir gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann einvígið á endanum 4-1. LeBron þarf augljóslega að virkja félaga sína sem og að spila betur sjálfur en hann var með 20 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar í nótt. Anthony Davis kom þar á eftir með 25 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þá var Alex Caruso með 14 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. pic.twitter.com/aNluDTWSig— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 5, 2020 Harden var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 24 ásamt því að taka níu fráköst. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru svo gott sem komnir í sumarfrí eftir að tapa þriðja leiknum í röð gegn Miami Heat. Annað árið í röð á Bucks frábært tímabil í deildinni en finna engan veginn taktinn í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Bucks eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu forystunni lengst um framan af síðari hálfleik og voru til að mynda enn 11 stigum yfir þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum, þá hins vegar hrökk allt í baklás. Miami Heat hafði hitt úr ótrúlegu magni þriggja stiga skota í síðasta leik eða 17 talsins. Þeir gerðu gott betur og hittu úr 18 í nótt. Jimmy Butler og félagar virtust einfaldlega setja í gír í síðasta leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir Bucks. Þeir unnu leikhlutann 40-13 og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 115-100. @JimmyButler scores 17 of his 30 PTS in the 4th Q to put the @MiamiHEAT up 3-0! #NBAPlayoffs Game 4 Sun. (9/6) at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/cckgKDl5JM— NBA (@NBA) September 5, 2020 Þýðir það að Bucks eru svo gott sem dottnir úr leik en ekkert lið í sögu deildarinnar hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir í einvígi. Jimmy Butler var stórkostlegur í liði Heat í nótt, skoraði hann 30 stig. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Hjá Bucks var Brook Lopez stigahæstur með 22 stig á meðan Giannis skoraði 21 og tók 16 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira