Ekki hægt að líta á sölutrygginguna sem aðstoð ríkisins við Icelandair Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2020 12:27 Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. Óli Björn Kárason telur að sölutryggingin gæti verið fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana. Vísir/Sigurjón Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Síðdegis í gær bárust þær fréttir að Icelandair Group hafi náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna. Síðustu daga hefur þingheimur rætt um frumvarp fjármálaráðherra um sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum félagsins. Óli Björn ræddi um Icelandair og sölutryggingu bankanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er ekki hægt að líta á þetta [sölutrygginguna] sem einhvers konar auka aðstoð ríkisins við Icelandair. Þetta hins vegar vekur upp þær spurningar hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi og reki banka, Landsbanka og Íslandsbanka í þessu tilfelli. Skoðanir mínar á því hafa alltaf legið fyrir. Mér finnst það óeðlilegt. Mér finnst ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur taki einhverja fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækis,“ segir Óli Björn. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana 14. og 15. september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé.Vísir/Vilhelm Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki fjórtán milljörðum króna í útboðinu. „Icelandair verður að ná að minnsta kosti fjórtán milljörðum hjá öðrum aðilum og þá koma bankarnir inn í það til að tryggja að það verði að minnsta kosti tuttugu milljarða hlutafjáraukning. Þannig að þeir sölutryggja sex milljarða. Það kann að vera að það sé bara hreinlega fjárhagslega skynsamlegt fyrir bankana vegna þess að þeir eiga auðvitað mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar kemur að Icelandair, alveg eins og margir aðrir.“ Óli Björn var spurður hvort hann sjálfur væri bjartsýnn á að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt. „Ég vona svo sannarlega að Icelandair takist ætlunarverk sitt. Það er mikið undir fyrir starfsmenn Icelandair, fyrir núverandi hluthafa Icelandair, fyrir lánadrottna Icelandair, fyrir Isavia sem hefur verið að byggja upp alþjóðlegan tengiflugvöll, og fyrir íslenskt efnahagslíf og ferðaþjónustuna sérstaklega og þess vegna bind ég miklar vonir við að þetta gangi eftir og það takist að byggja Icelandair upp á traustum fjárhagslegum og rekstrarlegum grunni á komandi vikum.“ Icelandair Íslenskir bankar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Síðdegis í gær bárust þær fréttir að Icelandair Group hafi náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna. Síðustu daga hefur þingheimur rætt um frumvarp fjármálaráðherra um sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum félagsins. Óli Björn ræddi um Icelandair og sölutryggingu bankanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er ekki hægt að líta á þetta [sölutrygginguna] sem einhvers konar auka aðstoð ríkisins við Icelandair. Þetta hins vegar vekur upp þær spurningar hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi og reki banka, Landsbanka og Íslandsbanka í þessu tilfelli. Skoðanir mínar á því hafa alltaf legið fyrir. Mér finnst það óeðlilegt. Mér finnst ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur taki einhverja fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækis,“ segir Óli Björn. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana 14. og 15. september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé.Vísir/Vilhelm Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki fjórtán milljörðum króna í útboðinu. „Icelandair verður að ná að minnsta kosti fjórtán milljörðum hjá öðrum aðilum og þá koma bankarnir inn í það til að tryggja að það verði að minnsta kosti tuttugu milljarða hlutafjáraukning. Þannig að þeir sölutryggja sex milljarða. Það kann að vera að það sé bara hreinlega fjárhagslega skynsamlegt fyrir bankana vegna þess að þeir eiga auðvitað mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar kemur að Icelandair, alveg eins og margir aðrir.“ Óli Björn var spurður hvort hann sjálfur væri bjartsýnn á að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt. „Ég vona svo sannarlega að Icelandair takist ætlunarverk sitt. Það er mikið undir fyrir starfsmenn Icelandair, fyrir núverandi hluthafa Icelandair, fyrir lánadrottna Icelandair, fyrir Isavia sem hefur verið að byggja upp alþjóðlegan tengiflugvöll, og fyrir íslenskt efnahagslíf og ferðaþjónustuna sérstaklega og þess vegna bind ég miklar vonir við að þetta gangi eftir og það takist að byggja Icelandair upp á traustum fjárhagslegum og rekstrarlegum grunni á komandi vikum.“
Icelandair Íslenskir bankar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent