Erlent

Hafði ekki hugmynd um veikindi Boseman

Sylvía Hall skrifar
Chadwick Boseman og Spike Lee á síðasta ári.
Chadwick Boseman og Spike Lee á síðasta ári. Vísir/Getty

Leikstjórinn Spike Lee lýsir leikaranum Chadwick Boseman sem stríðsmanni sem gaf sig allan í þau verkefni sem hann tók sér fyrir hendur. Lee vann með Boseman á síðasta ári þegar hann leikstýrði myndinni Da 5 Bloods þar sem Boseman fór með hlutverk.

Boseman lést í fyrradag eftir fjögurra ára baráttu við ristilkrabbamein, aðeins 43 ára gamall. Hann hafði haldið krabbameininu leyndu og ræddi baráttuna aldrei opinberleg, og segir Lee að hann hafði ekki hugmynd um að Boseman væri að berjast við lífshættulegt krabbamein.

„Mig grunaði aldrei að það væri eitthvað að. Enginn vissi að hann væri í krabbameinslyfjameðferð,“ segir Lee. „Hann kvartaði aldrei. Hann var til staðar hverja einustu stund.“

Boseman skaust upp á stjörnuhimininn á árunum 2013 og 2014 þegar hann lék Jackie Robinson í myndinni 42 og James Brown í myndinni Get on Up.

Hann varð hins vegar heimsfrægur eftir að hann lék King T’Challa í ofurhetjumyndinni Black Panther á vegum Marvel, sem vakti mikla athygli.

Varð myndin til að mynda sú fyrsta af hinum svokölluðu ofurhetjumyndum sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Myndin var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna á síðasta ári og hreppti þrjú.

Hér að neðan má sjá stiklu úr Da 5 Bloods sem kom út fyrr í sumar. 


Tengdar fréttir

Black Panther-stjarnan látin

Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×