Velferðarkerfið er öryggisnet sem á að grípa fólk Drífa Snædal skrifar 28. ágúst 2020 14:43 Stærsta verkefnið framundan, fyrir utan að tryggja heilsu og velferð, er að sjá til þess að fólk hafi örugga framfærslu og tryggja góð störf fyrir alla. Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt. Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna. Að erfitt sé að fá fólk til að leggja hönd á plóg. Þessir ráðamenn hafa talað við „fjölda atvinnurekenda“ sem vantar fólk í vinnu. Við sem vinnum í verkalýðshreyfingunni höfum rætt við fjölda atvinnulausra sem er ekki síður mikilvægt að tala við – jafnvel mikilvægara. Einstæða móðirin sem hefur misst vinnuna, henni býðst tveggja mánaða tímabundinn ráðningasamningur í öðru bæjarfélagi á lágmarkslaunum, ekkert húsnæði, engin dagvist fyrir börnin. Getur hún tekið slíku kostaboði? Öðrum býðst ólöglegur núlltímasamningur þar sem ekkert skilgreint starfshlutfall er í boði en þú skuldbindur þig til að vinna þegar vinnu er að hafa. Engin afkomutrygging, ekki vitað um launin því þau fara eftir verkefnunum frá degi til dags. Manneskjan sem hefur unnið við skrifstofustörf mestan sinn starfsaldur en býðst tímabundin vinna við slátrun, hefur enga þekkingu á því sviði og ekki líkamlega burði í slíka erfiðisvinnu. Þegar þessi söngur ómar um að ekki sé hægt að fá fólk í vinnu skulum við spyrja – hvaða vinnu og fyrir hvern? Við hvaða skilyrði? Sú hugmynd að fólk velji frekar að nýta réttindi til atvinnuleysistrygginga en að vinna er ekki rétt. Í alþjóðlegum samanburði eru atvinnuleysistryggingar góðar á Íslandi en hér er atvinnuþátttaka jafnframt með hæsta móti. Horfum til reynslunnar frekar en úreltrar hugmyndafræði. Verkefnið núna snýst um að styrkja okkar öryggisnet til að tryggja fólki farborða og koma þannig í veg fyrir að kreppan verði dýpri og lengri en hún þarf að vera. Þetta mætti Seðlabankastjóri og fleiri hafa í huga. Það skynsamlegasta sem við gerum er að styðja við atvinnuleitendur, fjárhagslega og með öðrum hætti. Efla fólk og mennta það, en fyrst og fremst vera mannúðleg í okkar nálgun og minnast þess að velferðarkerfi eru til þess að grípa fólk – nú reynir á þau kerfi! Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stærsta verkefnið framundan, fyrir utan að tryggja heilsu og velferð, er að sjá til þess að fólk hafi örugga framfærslu og tryggja góð störf fyrir alla. Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt. Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna. Að erfitt sé að fá fólk til að leggja hönd á plóg. Þessir ráðamenn hafa talað við „fjölda atvinnurekenda“ sem vantar fólk í vinnu. Við sem vinnum í verkalýðshreyfingunni höfum rætt við fjölda atvinnulausra sem er ekki síður mikilvægt að tala við – jafnvel mikilvægara. Einstæða móðirin sem hefur misst vinnuna, henni býðst tveggja mánaða tímabundinn ráðningasamningur í öðru bæjarfélagi á lágmarkslaunum, ekkert húsnæði, engin dagvist fyrir börnin. Getur hún tekið slíku kostaboði? Öðrum býðst ólöglegur núlltímasamningur þar sem ekkert skilgreint starfshlutfall er í boði en þú skuldbindur þig til að vinna þegar vinnu er að hafa. Engin afkomutrygging, ekki vitað um launin því þau fara eftir verkefnunum frá degi til dags. Manneskjan sem hefur unnið við skrifstofustörf mestan sinn starfsaldur en býðst tímabundin vinna við slátrun, hefur enga þekkingu á því sviði og ekki líkamlega burði í slíka erfiðisvinnu. Þegar þessi söngur ómar um að ekki sé hægt að fá fólk í vinnu skulum við spyrja – hvaða vinnu og fyrir hvern? Við hvaða skilyrði? Sú hugmynd að fólk velji frekar að nýta réttindi til atvinnuleysistrygginga en að vinna er ekki rétt. Í alþjóðlegum samanburði eru atvinnuleysistryggingar góðar á Íslandi en hér er atvinnuþátttaka jafnframt með hæsta móti. Horfum til reynslunnar frekar en úreltrar hugmyndafræði. Verkefnið núna snýst um að styrkja okkar öryggisnet til að tryggja fólki farborða og koma þannig í veg fyrir að kreppan verði dýpri og lengri en hún þarf að vera. Þetta mætti Seðlabankastjóri og fleiri hafa í huga. Það skynsamlegasta sem við gerum er að styðja við atvinnuleitendur, fjárhagslega og með öðrum hætti. Efla fólk og mennta það, en fyrst og fremst vera mannúðleg í okkar nálgun og minnast þess að velferðarkerfi eru til þess að grípa fólk – nú reynir á þau kerfi! Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar