Ferðaþjónustan er ekki óvinurinn Þórir Garðarsson skrifar 28. ágúst 2020 11:15 Það er leitt hvernig umræðan um hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hefur þróast. Ferðaþjónustunni er stillt upp sem óvini almennings. Ferðaþjónustan vilji draga úr aðgerðunum og þar með möguleikum íbúa landsins til að njóta lífsins án ótta við COVID-19. Látið er að því liggja að ný bylgja af smitum sé ferðaþjónustunni að kenna. Aldrei hefði átt að „opna“ landið eða hætta skimun á ferðafólki frá ákveðnum löndum. Staðreyndin er auðvitað að ferðaþjónustan hefur ekkert að segja um hvernig smitvörnum er háttað. Aftur á móti er skiljanlegt að fólk í ferðaþjónustu bendi á þær afdrifaríku afleiðingar á afkomuna sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa. Skiljanlegt er að margir í ferðaþjónustunni hafi efasemdir um gildi hertra aðgerða í ljósi þess að eldra fyrirkomulag - þ.e. ein skimun á öllum erlendum ferðamönnum og tvær á heimamönnum - skilaði mjög góðum árangri þar til henni var hætt. Afdrifarík ákvörðun Íslenskrar erfðargreiningar Um miðjan júlí stefndi í hálfgert neyðarástand á landamærunum eftir að afkastageta skimunar dróst snarlega saman með litlum fyrirvara þegar Íslensk erfðagreining kippti að sér höndunum. Gripið var til þess ráðs að hætta að skima farþega frá fjórum „öruggum“ löndum, óháð því hvaðan viðkomandi voru raunverulega að koma. Það voru mikil mistök í útfærslunni. Ferðaþjónustan hafði ekkert með útfærsluna á opnunina frá „öruggum“ löndum að gera. Það var ákvörðun sóttvarnalæknis. En skiljanlega kom þessi ákvörðun í veg fyrir stórkostleg vandræði á Keflavíkurflugvelli, þegar skimunargetan réð allt í einu ekki við fjöldann. Fyrir vikið komst kórónuveiran undir radarinn, á sama tíma voru landsmenn nánast hættir að spá í smitvarnir. Nú sitjum við uppi með veirubylgju númer tvö, sem skrifast á smit frá útlöndum sem andvaralausir íbúar landsins hafa svo tekið að sér að dreifa. Viðbrögð yfirvalda og ráðgjafa þeirra, sem áður töldu í lagi að hleypa ferðamönnum inn án skimunar, eru að krefjast nú tvöfaldrar skimunar á alla og sóttkví á milli skimana. Trúir einhver því að lokun landsins útrými kórónuveirunni? Allskonar spekingar, þar á meðal nokkrir hagfræðingar, saka ferðaþjónustuna um gróðahyggju og hagsmunapot fyrir að hafa efasemdir um nauðsyn hinna hertu aðgerða. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu eru sakaðir um að vera á móti því að daglegt líf, skólahald, listir og menning komist í eðlilegt horf. Það sé þess virði að kasta ferðaþjónustunni á bálið í því skyni. En trúir einhver því í raun og veru að Ísland geti orðið COVID-19 frítt með þessu móti og allir farið að lifa eðlilegu lífi án þess að hafa áhyggjur af að smitast? Djammið geti byrjað fram á rauða nótt, þétt verði setið í leikhúsinu og á öðrum menningarviðburðum? Satt að segja virðast þessar ráðstafanir geta skapað falska öryggistilfinningu sem gerir einu smiti afar auðvelt með að dreifast um þjóðfélagið. Reynslan frá því í sumar sýnir hvað getur gerst - smitin voru nánast horfin og allir voru hættir að spá í smitvarnir. Sóttvarnalæknir hefur bent á að það er mjög takmörkuð staðganga á milli komu ferðamanna til landsins og útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn gæta vel að öllum sóttvörnum fyrst og fremst til að tryggja sjálfan sig fyrir smiti. Það vill engin veikjast í ókunnugu landi. Það eru fyrsta og fremst heimamenn sem verða öruggir með sig, slaka á sóttvörnum og dreifa þar með veirunni. Ferðaþjónustan notuð sem blóraböggull Neikvæðnin gagnvart ferðaþjónustunni virðist ákveðið hálmstrá í umræðunni til að réttlæta það að skella í lás á erlenda ferðamenn með harkalegum sóttvarnaraðgerðum. Ferðaþjónustan er enginn óvinur. Til skamms tíma var ferðaþjónustan vettvangur atvinnu fyrir hátt í 30 þúsund manns. Afleidd viðskipti vegna þjónustu við ferðamenn höfðu jákvæð áhrif á lífsafkomu tugþúsunda annarra til viðbótar. Hið opinbera hefur hagnast verulega á komu erlendra ferðamanna og gjaldeyrisforðinn styrkst svo um munar. Viðskipti ferðamanna voru undirstaða aukins hagvaxtar. Það eru því hagsmunir okkar allra að ganga ekki svo harkalega til verks að nánast ætla að slátra þessari mikilvægu atvinnugrein. Það gengur heldur ekki að ætla að herða og slaka til skiptis í sóttvarnaraðgerðum á landamærum. Flestir skipuleggja ferðalög með löngum fyrirvara og vilja geta treyst á stöðugleika í þessum efnum. Lokun landamæra með hertum aðgerðum stoppar og slítur sölu sem komin var aftur af stað. Það tekur mikinn tíma og kostnað að vinna það upp aftur. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Sjá meira
Það er leitt hvernig umræðan um hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hefur þróast. Ferðaþjónustunni er stillt upp sem óvini almennings. Ferðaþjónustan vilji draga úr aðgerðunum og þar með möguleikum íbúa landsins til að njóta lífsins án ótta við COVID-19. Látið er að því liggja að ný bylgja af smitum sé ferðaþjónustunni að kenna. Aldrei hefði átt að „opna“ landið eða hætta skimun á ferðafólki frá ákveðnum löndum. Staðreyndin er auðvitað að ferðaþjónustan hefur ekkert að segja um hvernig smitvörnum er háttað. Aftur á móti er skiljanlegt að fólk í ferðaþjónustu bendi á þær afdrifaríku afleiðingar á afkomuna sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa. Skiljanlegt er að margir í ferðaþjónustunni hafi efasemdir um gildi hertra aðgerða í ljósi þess að eldra fyrirkomulag - þ.e. ein skimun á öllum erlendum ferðamönnum og tvær á heimamönnum - skilaði mjög góðum árangri þar til henni var hætt. Afdrifarík ákvörðun Íslenskrar erfðargreiningar Um miðjan júlí stefndi í hálfgert neyðarástand á landamærunum eftir að afkastageta skimunar dróst snarlega saman með litlum fyrirvara þegar Íslensk erfðagreining kippti að sér höndunum. Gripið var til þess ráðs að hætta að skima farþega frá fjórum „öruggum“ löndum, óháð því hvaðan viðkomandi voru raunverulega að koma. Það voru mikil mistök í útfærslunni. Ferðaþjónustan hafði ekkert með útfærsluna á opnunina frá „öruggum“ löndum að gera. Það var ákvörðun sóttvarnalæknis. En skiljanlega kom þessi ákvörðun í veg fyrir stórkostleg vandræði á Keflavíkurflugvelli, þegar skimunargetan réð allt í einu ekki við fjöldann. Fyrir vikið komst kórónuveiran undir radarinn, á sama tíma voru landsmenn nánast hættir að spá í smitvarnir. Nú sitjum við uppi með veirubylgju númer tvö, sem skrifast á smit frá útlöndum sem andvaralausir íbúar landsins hafa svo tekið að sér að dreifa. Viðbrögð yfirvalda og ráðgjafa þeirra, sem áður töldu í lagi að hleypa ferðamönnum inn án skimunar, eru að krefjast nú tvöfaldrar skimunar á alla og sóttkví á milli skimana. Trúir einhver því að lokun landsins útrými kórónuveirunni? Allskonar spekingar, þar á meðal nokkrir hagfræðingar, saka ferðaþjónustuna um gróðahyggju og hagsmunapot fyrir að hafa efasemdir um nauðsyn hinna hertu aðgerða. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu eru sakaðir um að vera á móti því að daglegt líf, skólahald, listir og menning komist í eðlilegt horf. Það sé þess virði að kasta ferðaþjónustunni á bálið í því skyni. En trúir einhver því í raun og veru að Ísland geti orðið COVID-19 frítt með þessu móti og allir farið að lifa eðlilegu lífi án þess að hafa áhyggjur af að smitast? Djammið geti byrjað fram á rauða nótt, þétt verði setið í leikhúsinu og á öðrum menningarviðburðum? Satt að segja virðast þessar ráðstafanir geta skapað falska öryggistilfinningu sem gerir einu smiti afar auðvelt með að dreifast um þjóðfélagið. Reynslan frá því í sumar sýnir hvað getur gerst - smitin voru nánast horfin og allir voru hættir að spá í smitvarnir. Sóttvarnalæknir hefur bent á að það er mjög takmörkuð staðganga á milli komu ferðamanna til landsins og útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn gæta vel að öllum sóttvörnum fyrst og fremst til að tryggja sjálfan sig fyrir smiti. Það vill engin veikjast í ókunnugu landi. Það eru fyrsta og fremst heimamenn sem verða öruggir með sig, slaka á sóttvörnum og dreifa þar með veirunni. Ferðaþjónustan notuð sem blóraböggull Neikvæðnin gagnvart ferðaþjónustunni virðist ákveðið hálmstrá í umræðunni til að réttlæta það að skella í lás á erlenda ferðamenn með harkalegum sóttvarnaraðgerðum. Ferðaþjónustan er enginn óvinur. Til skamms tíma var ferðaþjónustan vettvangur atvinnu fyrir hátt í 30 þúsund manns. Afleidd viðskipti vegna þjónustu við ferðamenn höfðu jákvæð áhrif á lífsafkomu tugþúsunda annarra til viðbótar. Hið opinbera hefur hagnast verulega á komu erlendra ferðamanna og gjaldeyrisforðinn styrkst svo um munar. Viðskipti ferðamanna voru undirstaða aukins hagvaxtar. Það eru því hagsmunir okkar allra að ganga ekki svo harkalega til verks að nánast ætla að slátra þessari mikilvægu atvinnugrein. Það gengur heldur ekki að ætla að herða og slaka til skiptis í sóttvarnaraðgerðum á landamærum. Flestir skipuleggja ferðalög með löngum fyrirvara og vilja geta treyst á stöðugleika í þessum efnum. Lokun landamæra með hertum aðgerðum stoppar og slítur sölu sem komin var aftur af stað. Það tekur mikinn tíma og kostnað að vinna það upp aftur. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun