Ferðaþjónustan er ekki óvinurinn Þórir Garðarsson skrifar 28. ágúst 2020 11:15 Það er leitt hvernig umræðan um hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hefur þróast. Ferðaþjónustunni er stillt upp sem óvini almennings. Ferðaþjónustan vilji draga úr aðgerðunum og þar með möguleikum íbúa landsins til að njóta lífsins án ótta við COVID-19. Látið er að því liggja að ný bylgja af smitum sé ferðaþjónustunni að kenna. Aldrei hefði átt að „opna“ landið eða hætta skimun á ferðafólki frá ákveðnum löndum. Staðreyndin er auðvitað að ferðaþjónustan hefur ekkert að segja um hvernig smitvörnum er háttað. Aftur á móti er skiljanlegt að fólk í ferðaþjónustu bendi á þær afdrifaríku afleiðingar á afkomuna sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa. Skiljanlegt er að margir í ferðaþjónustunni hafi efasemdir um gildi hertra aðgerða í ljósi þess að eldra fyrirkomulag - þ.e. ein skimun á öllum erlendum ferðamönnum og tvær á heimamönnum - skilaði mjög góðum árangri þar til henni var hætt. Afdrifarík ákvörðun Íslenskrar erfðargreiningar Um miðjan júlí stefndi í hálfgert neyðarástand á landamærunum eftir að afkastageta skimunar dróst snarlega saman með litlum fyrirvara þegar Íslensk erfðagreining kippti að sér höndunum. Gripið var til þess ráðs að hætta að skima farþega frá fjórum „öruggum“ löndum, óháð því hvaðan viðkomandi voru raunverulega að koma. Það voru mikil mistök í útfærslunni. Ferðaþjónustan hafði ekkert með útfærsluna á opnunina frá „öruggum“ löndum að gera. Það var ákvörðun sóttvarnalæknis. En skiljanlega kom þessi ákvörðun í veg fyrir stórkostleg vandræði á Keflavíkurflugvelli, þegar skimunargetan réð allt í einu ekki við fjöldann. Fyrir vikið komst kórónuveiran undir radarinn, á sama tíma voru landsmenn nánast hættir að spá í smitvarnir. Nú sitjum við uppi með veirubylgju númer tvö, sem skrifast á smit frá útlöndum sem andvaralausir íbúar landsins hafa svo tekið að sér að dreifa. Viðbrögð yfirvalda og ráðgjafa þeirra, sem áður töldu í lagi að hleypa ferðamönnum inn án skimunar, eru að krefjast nú tvöfaldrar skimunar á alla og sóttkví á milli skimana. Trúir einhver því að lokun landsins útrými kórónuveirunni? Allskonar spekingar, þar á meðal nokkrir hagfræðingar, saka ferðaþjónustuna um gróðahyggju og hagsmunapot fyrir að hafa efasemdir um nauðsyn hinna hertu aðgerða. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu eru sakaðir um að vera á móti því að daglegt líf, skólahald, listir og menning komist í eðlilegt horf. Það sé þess virði að kasta ferðaþjónustunni á bálið í því skyni. En trúir einhver því í raun og veru að Ísland geti orðið COVID-19 frítt með þessu móti og allir farið að lifa eðlilegu lífi án þess að hafa áhyggjur af að smitast? Djammið geti byrjað fram á rauða nótt, þétt verði setið í leikhúsinu og á öðrum menningarviðburðum? Satt að segja virðast þessar ráðstafanir geta skapað falska öryggistilfinningu sem gerir einu smiti afar auðvelt með að dreifast um þjóðfélagið. Reynslan frá því í sumar sýnir hvað getur gerst - smitin voru nánast horfin og allir voru hættir að spá í smitvarnir. Sóttvarnalæknir hefur bent á að það er mjög takmörkuð staðganga á milli komu ferðamanna til landsins og útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn gæta vel að öllum sóttvörnum fyrst og fremst til að tryggja sjálfan sig fyrir smiti. Það vill engin veikjast í ókunnugu landi. Það eru fyrsta og fremst heimamenn sem verða öruggir með sig, slaka á sóttvörnum og dreifa þar með veirunni. Ferðaþjónustan notuð sem blóraböggull Neikvæðnin gagnvart ferðaþjónustunni virðist ákveðið hálmstrá í umræðunni til að réttlæta það að skella í lás á erlenda ferðamenn með harkalegum sóttvarnaraðgerðum. Ferðaþjónustan er enginn óvinur. Til skamms tíma var ferðaþjónustan vettvangur atvinnu fyrir hátt í 30 þúsund manns. Afleidd viðskipti vegna þjónustu við ferðamenn höfðu jákvæð áhrif á lífsafkomu tugþúsunda annarra til viðbótar. Hið opinbera hefur hagnast verulega á komu erlendra ferðamanna og gjaldeyrisforðinn styrkst svo um munar. Viðskipti ferðamanna voru undirstaða aukins hagvaxtar. Það eru því hagsmunir okkar allra að ganga ekki svo harkalega til verks að nánast ætla að slátra þessari mikilvægu atvinnugrein. Það gengur heldur ekki að ætla að herða og slaka til skiptis í sóttvarnaraðgerðum á landamærum. Flestir skipuleggja ferðalög með löngum fyrirvara og vilja geta treyst á stöðugleika í þessum efnum. Lokun landamæra með hertum aðgerðum stoppar og slítur sölu sem komin var aftur af stað. Það tekur mikinn tíma og kostnað að vinna það upp aftur. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er leitt hvernig umræðan um hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hefur þróast. Ferðaþjónustunni er stillt upp sem óvini almennings. Ferðaþjónustan vilji draga úr aðgerðunum og þar með möguleikum íbúa landsins til að njóta lífsins án ótta við COVID-19. Látið er að því liggja að ný bylgja af smitum sé ferðaþjónustunni að kenna. Aldrei hefði átt að „opna“ landið eða hætta skimun á ferðafólki frá ákveðnum löndum. Staðreyndin er auðvitað að ferðaþjónustan hefur ekkert að segja um hvernig smitvörnum er háttað. Aftur á móti er skiljanlegt að fólk í ferðaþjónustu bendi á þær afdrifaríku afleiðingar á afkomuna sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa. Skiljanlegt er að margir í ferðaþjónustunni hafi efasemdir um gildi hertra aðgerða í ljósi þess að eldra fyrirkomulag - þ.e. ein skimun á öllum erlendum ferðamönnum og tvær á heimamönnum - skilaði mjög góðum árangri þar til henni var hætt. Afdrifarík ákvörðun Íslenskrar erfðargreiningar Um miðjan júlí stefndi í hálfgert neyðarástand á landamærunum eftir að afkastageta skimunar dróst snarlega saman með litlum fyrirvara þegar Íslensk erfðagreining kippti að sér höndunum. Gripið var til þess ráðs að hætta að skima farþega frá fjórum „öruggum“ löndum, óháð því hvaðan viðkomandi voru raunverulega að koma. Það voru mikil mistök í útfærslunni. Ferðaþjónustan hafði ekkert með útfærsluna á opnunina frá „öruggum“ löndum að gera. Það var ákvörðun sóttvarnalæknis. En skiljanlega kom þessi ákvörðun í veg fyrir stórkostleg vandræði á Keflavíkurflugvelli, þegar skimunargetan réð allt í einu ekki við fjöldann. Fyrir vikið komst kórónuveiran undir radarinn, á sama tíma voru landsmenn nánast hættir að spá í smitvarnir. Nú sitjum við uppi með veirubylgju númer tvö, sem skrifast á smit frá útlöndum sem andvaralausir íbúar landsins hafa svo tekið að sér að dreifa. Viðbrögð yfirvalda og ráðgjafa þeirra, sem áður töldu í lagi að hleypa ferðamönnum inn án skimunar, eru að krefjast nú tvöfaldrar skimunar á alla og sóttkví á milli skimana. Trúir einhver því að lokun landsins útrými kórónuveirunni? Allskonar spekingar, þar á meðal nokkrir hagfræðingar, saka ferðaþjónustuna um gróðahyggju og hagsmunapot fyrir að hafa efasemdir um nauðsyn hinna hertu aðgerða. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu eru sakaðir um að vera á móti því að daglegt líf, skólahald, listir og menning komist í eðlilegt horf. Það sé þess virði að kasta ferðaþjónustunni á bálið í því skyni. En trúir einhver því í raun og veru að Ísland geti orðið COVID-19 frítt með þessu móti og allir farið að lifa eðlilegu lífi án þess að hafa áhyggjur af að smitast? Djammið geti byrjað fram á rauða nótt, þétt verði setið í leikhúsinu og á öðrum menningarviðburðum? Satt að segja virðast þessar ráðstafanir geta skapað falska öryggistilfinningu sem gerir einu smiti afar auðvelt með að dreifast um þjóðfélagið. Reynslan frá því í sumar sýnir hvað getur gerst - smitin voru nánast horfin og allir voru hættir að spá í smitvarnir. Sóttvarnalæknir hefur bent á að það er mjög takmörkuð staðganga á milli komu ferðamanna til landsins og útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn gæta vel að öllum sóttvörnum fyrst og fremst til að tryggja sjálfan sig fyrir smiti. Það vill engin veikjast í ókunnugu landi. Það eru fyrsta og fremst heimamenn sem verða öruggir með sig, slaka á sóttvörnum og dreifa þar með veirunni. Ferðaþjónustan notuð sem blóraböggull Neikvæðnin gagnvart ferðaþjónustunni virðist ákveðið hálmstrá í umræðunni til að réttlæta það að skella í lás á erlenda ferðamenn með harkalegum sóttvarnaraðgerðum. Ferðaþjónustan er enginn óvinur. Til skamms tíma var ferðaþjónustan vettvangur atvinnu fyrir hátt í 30 þúsund manns. Afleidd viðskipti vegna þjónustu við ferðamenn höfðu jákvæð áhrif á lífsafkomu tugþúsunda annarra til viðbótar. Hið opinbera hefur hagnast verulega á komu erlendra ferðamanna og gjaldeyrisforðinn styrkst svo um munar. Viðskipti ferðamanna voru undirstaða aukins hagvaxtar. Það eru því hagsmunir okkar allra að ganga ekki svo harkalega til verks að nánast ætla að slátra þessari mikilvægu atvinnugrein. Það gengur heldur ekki að ætla að herða og slaka til skiptis í sóttvarnaraðgerðum á landamærum. Flestir skipuleggja ferðalög með löngum fyrirvara og vilja geta treyst á stöðugleika í þessum efnum. Lokun landamæra með hertum aðgerðum stoppar og slítur sölu sem komin var aftur af stað. Það tekur mikinn tíma og kostnað að vinna það upp aftur. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun