Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar 3. desember 2025 10:30 Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Vinnuslys eru þau slys sem starfsmaður verður fyrir í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Um þessar tryggingar gilda reglur nr. 1/1990 og 2/1990 og er vísað til þeirra í kjarasamningum sem stéttarfélög gera um kaup og kjör við Reykjavíkurborg. Samkvæmt reglunum eru þeir starfsmenn slysatryggðir sem eru fastir og lausráðnir starfsmenn Reykjavíkurborgar, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við Reykjavíkurborg samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samningurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. Reykjavíkurborg hefur túlkað reglurnar þannig að ef einstaklingur starfar í aðalstarfi sínu annars staðar en hjá Reykjavíkurborg en starfar í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg, er hann ekki tryggður ef hann verður fyrir slysi í vinnunni. Gildir þá einu hversu alvarlegt slysið er. Slík mismunun opinbers aðila gengur eðli málsins samkvæmt ekki upp að mati undirritaðs. Markmið laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 koma í veg fyrir að starfsmenn í hlutastörfum sæti mismunun og samkvæmt ákvæðum laganna skulu starfsmenn í hlutastarfi ekki njóta lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá kemur skýrt fram í lögunum að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum laganna geti það varðað hann skaðabótum. Engar hlutlægar ástæður geta réttlætt það að starfsmenn sem eru í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg en starfa í aðalstarfi annarsstaðar, séu ótryggðir í vinnunni en um fjölda starfsmanna er að ræða. Ber sérstaklega að nefna að slysatrygging launþega undanskilur slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir. Er þetta þannig ekki réttlætanlegt með vísan til þess að starfsmennirnir séu tryggðir í hlutastarfinu í gegnum tryggingu þeirra í aðalstarfinu. Vandséð er því hvað réttlæti það að hlutastarfandi starfsmenn sem slasast í vinnunni hjá Reykjavíkurborg séu ótryggðir. Reykjavíkurborg hefur ítrekað komið sér hjá greiðslu slysabóta með vísan til þess að einstaklingur hafi ekki verið í sínu aðalstarfi er hann slasaðist við störf sín hjá Reykjavíkurborg. Sitja þeir starfsmann þannig uppi með tjón sitt sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Er um að ræða alvarlega mismunun á réttindum starfsmanna eftir því hvort þeir slasast í aðalstarfi sínu eða í hlutstarfi sínu. Það sem gerir málið enn alvarlega er að það virðist gert með samþykki stéttarfélaga, sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi allra félagsmanna sinna – ekki bara sumra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnuslys Reykjavík Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Vinnuslys eru þau slys sem starfsmaður verður fyrir í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Um þessar tryggingar gilda reglur nr. 1/1990 og 2/1990 og er vísað til þeirra í kjarasamningum sem stéttarfélög gera um kaup og kjör við Reykjavíkurborg. Samkvæmt reglunum eru þeir starfsmenn slysatryggðir sem eru fastir og lausráðnir starfsmenn Reykjavíkurborgar, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við Reykjavíkurborg samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samningurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. Reykjavíkurborg hefur túlkað reglurnar þannig að ef einstaklingur starfar í aðalstarfi sínu annars staðar en hjá Reykjavíkurborg en starfar í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg, er hann ekki tryggður ef hann verður fyrir slysi í vinnunni. Gildir þá einu hversu alvarlegt slysið er. Slík mismunun opinbers aðila gengur eðli málsins samkvæmt ekki upp að mati undirritaðs. Markmið laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 koma í veg fyrir að starfsmenn í hlutastörfum sæti mismunun og samkvæmt ákvæðum laganna skulu starfsmenn í hlutastarfi ekki njóta lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá kemur skýrt fram í lögunum að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum laganna geti það varðað hann skaðabótum. Engar hlutlægar ástæður geta réttlætt það að starfsmenn sem eru í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg en starfa í aðalstarfi annarsstaðar, séu ótryggðir í vinnunni en um fjölda starfsmanna er að ræða. Ber sérstaklega að nefna að slysatrygging launþega undanskilur slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir. Er þetta þannig ekki réttlætanlegt með vísan til þess að starfsmennirnir séu tryggðir í hlutastarfinu í gegnum tryggingu þeirra í aðalstarfinu. Vandséð er því hvað réttlæti það að hlutastarfandi starfsmenn sem slasast í vinnunni hjá Reykjavíkurborg séu ótryggðir. Reykjavíkurborg hefur ítrekað komið sér hjá greiðslu slysabóta með vísan til þess að einstaklingur hafi ekki verið í sínu aðalstarfi er hann slasaðist við störf sín hjá Reykjavíkurborg. Sitja þeir starfsmann þannig uppi með tjón sitt sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Er um að ræða alvarlega mismunun á réttindum starfsmanna eftir því hvort þeir slasast í aðalstarfi sínu eða í hlutstarfi sínu. Það sem gerir málið enn alvarlega er að það virðist gert með samþykki stéttarfélaga, sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi allra félagsmanna sinna – ekki bara sumra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar