Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 2. desember 2025 07:47 Á dögunum lagði Evrópusambandið verndartolla á iðnað frá EES-löndunum Íslandi og Noregi. Þjóðir sem eru ekki aðeins nánustu vinaþjóðir þeirra, heldur eru hluti af innri markaði sambandsins gegnum EES-samninginn. Tollar ESB voru yfirvofandi í 11 mánuði, u.þ.b. allan starfstíma ríkisstjórnarinnar. En þrátt fyrir tíðar heimsóknir til Brussel og útsýnisferðir um landið með helstu ráðamenn ESB, var þetta niðurstaðan. Aðgerðin er skýrt brot á EES-samningnum og við sjálfstæðismenn munum fylgja því fast á eftir að við sækjum rétt okkar gagnvart ESB. Óprúttnir stjórnmálamenn, sem voru þó í stafni þegar þessi ákvörðun skellur á okkur, hafa m.a. sakað stjórnarandstöðuna um að grafa undan EES-samningnum. Því finn ég mig knúna til að benda á hið augljósa. Á Íslandi er ríkisstjórn sem grefur undan EES-samningnum hvern dag sem hún situr. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur sett aðild að ESB aftur á dagskrá. Forsætisráðherra og helstu ráðamenn þjóðarinnar vilja að Ísland gangi í ESB. Og hvað verður um EES-samninginn ef sú vegferð verður farin? Embættismönnunum í Brussel er þetta fullljóst. Viðsemjendur þeirra eru stjórnmálamenn sem vilja segja upp EES-samningnum og ganga í ESB. Eins og fulltrúi ESB benti okkur Íslendingum á á fundi í Strasbourg á dögunum, hefur viðlíka framkoma ekki hent okkur allan samningstímann. Er tímasetningin þá tilviljun? Eftir að ESB beitti Ísland þessum órétti, hvatti ég til þess að utanríkisráðherra skrifaði ekki undir frekari samninga eða yfirlýsingar við ESB. Það væru röng skilaboð við þessar aðstæður. Hún tilkynnti svo um að undirritun varnarsamkomulags við ESB yrði frestað. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum velt því upp að við þurfum að hugsa vel og vandlega um næstu skref í EES-samstarfinu, umgjörðina um okkar mikilvægast viðskiptasamning. Þar skipta tímasetningar miklu máli. Vonandi getum við átt yfirvegað samtal um það á vettvangi stjórnmálanna, en það má öllum vera það fullljóst hverjir það eru sem vilja út úr EES. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði Evrópusambandið verndartolla á iðnað frá EES-löndunum Íslandi og Noregi. Þjóðir sem eru ekki aðeins nánustu vinaþjóðir þeirra, heldur eru hluti af innri markaði sambandsins gegnum EES-samninginn. Tollar ESB voru yfirvofandi í 11 mánuði, u.þ.b. allan starfstíma ríkisstjórnarinnar. En þrátt fyrir tíðar heimsóknir til Brussel og útsýnisferðir um landið með helstu ráðamenn ESB, var þetta niðurstaðan. Aðgerðin er skýrt brot á EES-samningnum og við sjálfstæðismenn munum fylgja því fast á eftir að við sækjum rétt okkar gagnvart ESB. Óprúttnir stjórnmálamenn, sem voru þó í stafni þegar þessi ákvörðun skellur á okkur, hafa m.a. sakað stjórnarandstöðuna um að grafa undan EES-samningnum. Því finn ég mig knúna til að benda á hið augljósa. Á Íslandi er ríkisstjórn sem grefur undan EES-samningnum hvern dag sem hún situr. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur sett aðild að ESB aftur á dagskrá. Forsætisráðherra og helstu ráðamenn þjóðarinnar vilja að Ísland gangi í ESB. Og hvað verður um EES-samninginn ef sú vegferð verður farin? Embættismönnunum í Brussel er þetta fullljóst. Viðsemjendur þeirra eru stjórnmálamenn sem vilja segja upp EES-samningnum og ganga í ESB. Eins og fulltrúi ESB benti okkur Íslendingum á á fundi í Strasbourg á dögunum, hefur viðlíka framkoma ekki hent okkur allan samningstímann. Er tímasetningin þá tilviljun? Eftir að ESB beitti Ísland þessum órétti, hvatti ég til þess að utanríkisráðherra skrifaði ekki undir frekari samninga eða yfirlýsingar við ESB. Það væru röng skilaboð við þessar aðstæður. Hún tilkynnti svo um að undirritun varnarsamkomulags við ESB yrði frestað. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum velt því upp að við þurfum að hugsa vel og vandlega um næstu skref í EES-samstarfinu, umgjörðina um okkar mikilvægast viðskiptasamning. Þar skipta tímasetningar miklu máli. Vonandi getum við átt yfirvegað samtal um það á vettvangi stjórnmálanna, en það má öllum vera það fullljóst hverjir það eru sem vilja út úr EES. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun