Notar barnið þitt skólatöskuna rétt? Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands skrifar 24. ágúst 2020 10:15 Nú eru skólarnir óðum að hefjast og flestir foreldrar farnir að huga að skólatöskum. Að velja og stilla töskuna rétt hefur mikilvægt forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barnsins. Ranglega stillt eða of þung skólataska getur valdið ýmsum álagseinkennum eins og bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Mikilvægt er að hafa í huga að börn beri ekki meiri byrði en 10% af eigin líkamsþyngd. Hér að neðan eru ráðleggingar iðjuþjálfa um hvernig best sé að velja, raða í og stilla skólatösku: Að velja og stilla skólatösku: Taskan þarf að vera í réttri stærð miðað við bak barnsins - ekki breiðari en efra bak né heldur má hún ná niður fyrir mjóbak. Mikilvægt er að axlarólar séu bólstraðar og með smellu yfir bringu. Ávallt skal nota báðar axlarólarnar og stilla þannig að taskan liggi þétt að baki. Notið mittisólina ef hún er fyrir hendi, hún dreifir þunga töskunnar jafnt á líkamann. Að raða í skólatösku: Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börn sín við að raða í skólatöskuna til að koma í veg fyrir álagseinkenni og stoðkerfisverki. Setjið þyngstu hlutina sem næst baki. Raðið þannig í töskuna að hlutirnir séu stöðugir og renni ekki til. Farið daglega yfir það sem þarf að vera í töskunni, einungis ætti að bera það nauðsynlegasta. Setjið sund- og íþróttaföt ofan í skólatöskuna í stað þess að hengja íþróttapoka yfir hana. Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands vinnur að útgáfu bæklings með ráðlegginum um skólatöskur og hefur verkefnið hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði. Höfundar skipa fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands: Guðrún Ása Eysteinsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir, Valgý Arna Eiríksdóttir, Rannveig Reynisdóttir, Evelin Fischer, Arnþrúður Eik Helgadóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Nú eru skólarnir óðum að hefjast og flestir foreldrar farnir að huga að skólatöskum. Að velja og stilla töskuna rétt hefur mikilvægt forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barnsins. Ranglega stillt eða of þung skólataska getur valdið ýmsum álagseinkennum eins og bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Mikilvægt er að hafa í huga að börn beri ekki meiri byrði en 10% af eigin líkamsþyngd. Hér að neðan eru ráðleggingar iðjuþjálfa um hvernig best sé að velja, raða í og stilla skólatösku: Að velja og stilla skólatösku: Taskan þarf að vera í réttri stærð miðað við bak barnsins - ekki breiðari en efra bak né heldur má hún ná niður fyrir mjóbak. Mikilvægt er að axlarólar séu bólstraðar og með smellu yfir bringu. Ávallt skal nota báðar axlarólarnar og stilla þannig að taskan liggi þétt að baki. Notið mittisólina ef hún er fyrir hendi, hún dreifir þunga töskunnar jafnt á líkamann. Að raða í skólatösku: Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börn sín við að raða í skólatöskuna til að koma í veg fyrir álagseinkenni og stoðkerfisverki. Setjið þyngstu hlutina sem næst baki. Raðið þannig í töskuna að hlutirnir séu stöðugir og renni ekki til. Farið daglega yfir það sem þarf að vera í töskunni, einungis ætti að bera það nauðsynlegasta. Setjið sund- og íþróttaföt ofan í skólatöskuna í stað þess að hengja íþróttapoka yfir hana. Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands vinnur að útgáfu bæklings með ráðlegginum um skólatöskur og hefur verkefnið hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði. Höfundar skipa fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands: Guðrún Ása Eysteinsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir, Valgý Arna Eiríksdóttir, Rannveig Reynisdóttir, Evelin Fischer, Arnþrúður Eik Helgadóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun