Körfubolti

Domino's Körfu­bolta­kvöld: Fram­tíðin kynnt til leiks hjá Njarð­vík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Njarðvík vann á fimmtudagskvöldið ansi öruggan sigur á Fjölni í Dominos-deild karla en það voru ungu strákarnir sem vöktu athygli í leiknum hjá heimamönnum í Njarðvík.

Róbert Sean Birmingham, Gunnar Már Sigmundsson og Guðjón Karl Halldórsson skoruðu allir sín fyrstu stig í treyjunni. Róbert Sean er sonur Brenton Birmingham sem er í miklum metum í Njarðvík, Gunnar Már sonur Sigmundar Herbertssonar dómara og Guðjón Karl er sonur Halldórs aðstoðarþjálfara Njarðvíkur.

„Þetta var virkilega skemmtilegt í öllu þessu volæði að það var smá gleði í kringum þetta. Sjá þessa stráka skora sín fyrstu stig í Njarðvík,“ sagði Njarðvíkur-goðsögnin, Teitur Örlygsson. Benedikt Guðmundsson hrósaði eining ungu strákunum og sagði skemmtilega sögu.

„Róbert verður góður og hinir geta orðið það líka en ég man eftir Simma þegar hann var að spila með Víði Garði frekar en Reyni Sandgerði. Þar var hann að poppa þristum. Þetta var fyrsta meistaraflokksjobbið sem mér bauðst, ég var nýbyrjaður að þjálfa og hann gat sko strokið boltanum.“

Allt innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×