Áhrifavaldur styrkir handboltalið | Landsliðsmenn í þjálfarateyminu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 07:00 Hjálmar Örn er einn helsti bakhjarl Vængja Júpíters. Vísir/Hjálmar Örn Hjálmar Örn Jóhannsson, eða Hjammi, eins og hann er einfaldlega kallaður er einn helsti helsti bakhjarl Vængja Júpíters sem mun keppa í Grill 66-deild karla í handbolta í vetur. Hjálmar Örn er þekktur sem „áhrifavaldur“ á samfélagsmiðlum ásamt mörgum öðru. Kemur hann reglulega fyrir í útvarpi og þá lék hann í kvikmyndinni Fullir Vasar árið 2018. Hjálmar er einnig mikill íþróttaáhugamaður og Árbæingur. Því hefur hann ákveðið að styrkja Vængi Júpítes sem leika sitt fyrsta tímabil í Grill 66-deildinni í handbolta. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið finni leiðir til að styðja við íþrótta-, góðgerðar- og menningarstarfsemi. Ég hafði verið að hugsa hvernig ég gæti lagt mitt að mörkum og sé tilkynningu frá landsliðsfyrirliða Englands, Harry Kane sem keypti auglýsingu framan á búning Leyton Orient,“ segir Hjálmar Örn í tilkynningu þess efnis að hann sé orðinn bakhjarl Vængjanna. Viktor Lekve, þjálfari (t.v.), Arnór Ásgeirsson, þjálfari (fyrir framan), Jón Brynjar Björnsson (fyrir aftan) og Hjammi sjálfur (t.h.)Vísir/Hjálmar Örn „Ég ákvað því að skanna íslenska markaðinn og sá þá að venslafélag Fjölnis og Fylkis - Vængir Júpíters – ætluðu að vera með lið í Grill 66-deildinni í handboltanum í vetur. Þarna var tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og gefa hverfinu mínu, sem ég er alinn upp í og ferill minn í skemmtanabransanum hófst til baka. Nafn mitt mun því prýða bak treyju Vængjanna ásamt því að ég mun vera áberandi í kringum liðið í vetur.“ Að lokum skorar Hjammi á aðra sem geta slíkt hið sama. „Ég skora á alla áhrifavalda og auðkýfinga að láta til sín taka því við þurfum jú öll að hafa gaman og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Vængir Júpíters eru eins og áður sagði nýliðar í deildinni en stefna hátt. Þá eru áhugavert að skoða þjálfarateymi félagsins. Ásamt þeim Viktori Lekve og Arnóri Ásgeirssyni þá landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Daníel Freyr Andrésson titlaðir sem aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari. Bjarki Elísson ráðinn aðstoðarþjálfari Vængja Júpíters.Okkur er sönn ánægja að tilkynna nýjustu viðbótina við þjálfarateymið en samningar hafa náðst við Bjarka Má Elísson.Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn og hlökkum til samatarfsins með honum.LIFI VÆNGIR! #handbolti pic.twitter.com/Kd2hCMaz99— Vængir Júpiters | Handbolti (@VJ_handbolti) July 22, 2020 Hversu mikið þeir verða með liðinu verður að koma í ljós. Bjarki Már leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni á meðan Daníel Freyr leikur með GUIF í Svíþjóð. Vængir Júpíters hefja tímabilið í Grill 66-deildinni á Ísafirði en þeir mæta Herði á útivelli þann 18. september. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson, eða Hjammi, eins og hann er einfaldlega kallaður er einn helsti helsti bakhjarl Vængja Júpíters sem mun keppa í Grill 66-deild karla í handbolta í vetur. Hjálmar Örn er þekktur sem „áhrifavaldur“ á samfélagsmiðlum ásamt mörgum öðru. Kemur hann reglulega fyrir í útvarpi og þá lék hann í kvikmyndinni Fullir Vasar árið 2018. Hjálmar er einnig mikill íþróttaáhugamaður og Árbæingur. Því hefur hann ákveðið að styrkja Vængi Júpítes sem leika sitt fyrsta tímabil í Grill 66-deildinni í handbolta. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið finni leiðir til að styðja við íþrótta-, góðgerðar- og menningarstarfsemi. Ég hafði verið að hugsa hvernig ég gæti lagt mitt að mörkum og sé tilkynningu frá landsliðsfyrirliða Englands, Harry Kane sem keypti auglýsingu framan á búning Leyton Orient,“ segir Hjálmar Örn í tilkynningu þess efnis að hann sé orðinn bakhjarl Vængjanna. Viktor Lekve, þjálfari (t.v.), Arnór Ásgeirsson, þjálfari (fyrir framan), Jón Brynjar Björnsson (fyrir aftan) og Hjammi sjálfur (t.h.)Vísir/Hjálmar Örn „Ég ákvað því að skanna íslenska markaðinn og sá þá að venslafélag Fjölnis og Fylkis - Vængir Júpíters – ætluðu að vera með lið í Grill 66-deildinni í handboltanum í vetur. Þarna var tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og gefa hverfinu mínu, sem ég er alinn upp í og ferill minn í skemmtanabransanum hófst til baka. Nafn mitt mun því prýða bak treyju Vængjanna ásamt því að ég mun vera áberandi í kringum liðið í vetur.“ Að lokum skorar Hjammi á aðra sem geta slíkt hið sama. „Ég skora á alla áhrifavalda og auðkýfinga að láta til sín taka því við þurfum jú öll að hafa gaman og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Vængir Júpíters eru eins og áður sagði nýliðar í deildinni en stefna hátt. Þá eru áhugavert að skoða þjálfarateymi félagsins. Ásamt þeim Viktori Lekve og Arnóri Ásgeirssyni þá landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Daníel Freyr Andrésson titlaðir sem aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari. Bjarki Elísson ráðinn aðstoðarþjálfari Vængja Júpíters.Okkur er sönn ánægja að tilkynna nýjustu viðbótina við þjálfarateymið en samningar hafa náðst við Bjarka Má Elísson.Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn og hlökkum til samatarfsins með honum.LIFI VÆNGIR! #handbolti pic.twitter.com/Kd2hCMaz99— Vængir Júpiters | Handbolti (@VJ_handbolti) July 22, 2020 Hversu mikið þeir verða með liðinu verður að koma í ljós. Bjarki Már leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni á meðan Daníel Freyr leikur með GUIF í Svíþjóð. Vængir Júpíters hefja tímabilið í Grill 66-deildinni á Ísafirði en þeir mæta Herði á útivelli þann 18. september.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira