Áhrifavaldur styrkir handboltalið | Landsliðsmenn í þjálfarateyminu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 07:00 Hjálmar Örn er einn helsti bakhjarl Vængja Júpíters. Vísir/Hjálmar Örn Hjálmar Örn Jóhannsson, eða Hjammi, eins og hann er einfaldlega kallaður er einn helsti helsti bakhjarl Vængja Júpíters sem mun keppa í Grill 66-deild karla í handbolta í vetur. Hjálmar Örn er þekktur sem „áhrifavaldur“ á samfélagsmiðlum ásamt mörgum öðru. Kemur hann reglulega fyrir í útvarpi og þá lék hann í kvikmyndinni Fullir Vasar árið 2018. Hjálmar er einnig mikill íþróttaáhugamaður og Árbæingur. Því hefur hann ákveðið að styrkja Vængi Júpítes sem leika sitt fyrsta tímabil í Grill 66-deildinni í handbolta. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið finni leiðir til að styðja við íþrótta-, góðgerðar- og menningarstarfsemi. Ég hafði verið að hugsa hvernig ég gæti lagt mitt að mörkum og sé tilkynningu frá landsliðsfyrirliða Englands, Harry Kane sem keypti auglýsingu framan á búning Leyton Orient,“ segir Hjálmar Örn í tilkynningu þess efnis að hann sé orðinn bakhjarl Vængjanna. Viktor Lekve, þjálfari (t.v.), Arnór Ásgeirsson, þjálfari (fyrir framan), Jón Brynjar Björnsson (fyrir aftan) og Hjammi sjálfur (t.h.)Vísir/Hjálmar Örn „Ég ákvað því að skanna íslenska markaðinn og sá þá að venslafélag Fjölnis og Fylkis - Vængir Júpíters – ætluðu að vera með lið í Grill 66-deildinni í handboltanum í vetur. Þarna var tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og gefa hverfinu mínu, sem ég er alinn upp í og ferill minn í skemmtanabransanum hófst til baka. Nafn mitt mun því prýða bak treyju Vængjanna ásamt því að ég mun vera áberandi í kringum liðið í vetur.“ Að lokum skorar Hjammi á aðra sem geta slíkt hið sama. „Ég skora á alla áhrifavalda og auðkýfinga að láta til sín taka því við þurfum jú öll að hafa gaman og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Vængir Júpíters eru eins og áður sagði nýliðar í deildinni en stefna hátt. Þá eru áhugavert að skoða þjálfarateymi félagsins. Ásamt þeim Viktori Lekve og Arnóri Ásgeirssyni þá landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Daníel Freyr Andrésson titlaðir sem aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari. Bjarki Elísson ráðinn aðstoðarþjálfari Vængja Júpíters.Okkur er sönn ánægja að tilkynna nýjustu viðbótina við þjálfarateymið en samningar hafa náðst við Bjarka Má Elísson.Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn og hlökkum til samatarfsins með honum.LIFI VÆNGIR! #handbolti pic.twitter.com/Kd2hCMaz99— Vængir Júpiters | Handbolti (@VJ_handbolti) July 22, 2020 Hversu mikið þeir verða með liðinu verður að koma í ljós. Bjarki Már leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni á meðan Daníel Freyr leikur með GUIF í Svíþjóð. Vængir Júpíters hefja tímabilið í Grill 66-deildinni á Ísafirði en þeir mæta Herði á útivelli þann 18. september. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson, eða Hjammi, eins og hann er einfaldlega kallaður er einn helsti helsti bakhjarl Vængja Júpíters sem mun keppa í Grill 66-deild karla í handbolta í vetur. Hjálmar Örn er þekktur sem „áhrifavaldur“ á samfélagsmiðlum ásamt mörgum öðru. Kemur hann reglulega fyrir í útvarpi og þá lék hann í kvikmyndinni Fullir Vasar árið 2018. Hjálmar er einnig mikill íþróttaáhugamaður og Árbæingur. Því hefur hann ákveðið að styrkja Vængi Júpítes sem leika sitt fyrsta tímabil í Grill 66-deildinni í handbolta. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið finni leiðir til að styðja við íþrótta-, góðgerðar- og menningarstarfsemi. Ég hafði verið að hugsa hvernig ég gæti lagt mitt að mörkum og sé tilkynningu frá landsliðsfyrirliða Englands, Harry Kane sem keypti auglýsingu framan á búning Leyton Orient,“ segir Hjálmar Örn í tilkynningu þess efnis að hann sé orðinn bakhjarl Vængjanna. Viktor Lekve, þjálfari (t.v.), Arnór Ásgeirsson, þjálfari (fyrir framan), Jón Brynjar Björnsson (fyrir aftan) og Hjammi sjálfur (t.h.)Vísir/Hjálmar Örn „Ég ákvað því að skanna íslenska markaðinn og sá þá að venslafélag Fjölnis og Fylkis - Vængir Júpíters – ætluðu að vera með lið í Grill 66-deildinni í handboltanum í vetur. Þarna var tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og gefa hverfinu mínu, sem ég er alinn upp í og ferill minn í skemmtanabransanum hófst til baka. Nafn mitt mun því prýða bak treyju Vængjanna ásamt því að ég mun vera áberandi í kringum liðið í vetur.“ Að lokum skorar Hjammi á aðra sem geta slíkt hið sama. „Ég skora á alla áhrifavalda og auðkýfinga að láta til sín taka því við þurfum jú öll að hafa gaman og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Vængir Júpíters eru eins og áður sagði nýliðar í deildinni en stefna hátt. Þá eru áhugavert að skoða þjálfarateymi félagsins. Ásamt þeim Viktori Lekve og Arnóri Ásgeirssyni þá landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Daníel Freyr Andrésson titlaðir sem aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari. Bjarki Elísson ráðinn aðstoðarþjálfari Vængja Júpíters.Okkur er sönn ánægja að tilkynna nýjustu viðbótina við þjálfarateymið en samningar hafa náðst við Bjarka Má Elísson.Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn og hlökkum til samatarfsins með honum.LIFI VÆNGIR! #handbolti pic.twitter.com/Kd2hCMaz99— Vængir Júpiters | Handbolti (@VJ_handbolti) July 22, 2020 Hversu mikið þeir verða með liðinu verður að koma í ljós. Bjarki Már leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni á meðan Daníel Freyr leikur með GUIF í Svíþjóð. Vængir Júpíters hefja tímabilið í Grill 66-deildinni á Ísafirði en þeir mæta Herði á útivelli þann 18. september.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira