Rússar sækja hart að Daða Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 08:37 Sveitin Little Big er þekkt fyrir mikið stuð og áhugaverða dansa - sem segja má að séu bæði aðalsmerki Daða Freys. C1 Rússland Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða Frey og Gagnamagninu harða samkeppni. Ríkisútvarp Rússlands greindi frá því í gær að hljómsveitin Little Big verði fulltrúi þjóðarinnar í Rotterdam og er það ekki um neinn aukvisa að ræða. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda, ekki aðeins innan heimalandsins heldur um gjörvalla Evrópu. Þrátt fyrir að lagið sem sveitin hyggst flytja hafi ekki verið kynnt til sögunnar ruku Rússar upp í veðbönkum eftir að ljóst var að Little Big yrðu fulltrúar Rússa. Sem stendur er Rússland talið næst líklegast til að vinna Eurovision, á eftir Daða en á undan hinu margumtalaða litháenska framlagi.Ef þau lya Prusikin, Sonja Tajurskaja, Anton Lissoff og Sergei Makaroff verða söm við sig þá má búast við að lag þeirra Little Big verði líflegt og dansvænt - sem segja má að séu jafnframt einkennandi fyrir framlög Íslands og Litháens í ár. Myndbönd Little Big vekja þannig jafnan mikla athygli, flest með tugi milljóna áhorfa á Youtube t.a.m. Þeirra vinsælasta lag er smellurinn Skibidi sem horft hefur verið á meira en 360 milljón sinnum. Þar er í aðalhlutverki einkennilegur dans, rétt eins og í flestum öðrum myndböndum sveitarinnar. Sem fyrr segir þurfti ekki annað en að nefna Little Big til þess að Rússar væru taldir líklegir til stórræða. Þar að auki hefur Rússland notið fádæma velgengni í Eurovision undanfarin ár. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnin síðast árið 2008 hafa Rússar lent fjórum sinnum í 2. sæti, fjórum sinnum í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti frá aldamótum. Frá því að fyrri undanúrslitakvöldin voru kynnt til sögunnar hafa Rússar aðeins einu sinni setið eftir, árið 2018 þegar Júlíu Samojlóvu mistókst að fleyta sér í úrslitakvöldið. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart þó svo að veðbankar spái Rússlandi góðu gengi í Eurovision, sama hver fulltrúi þess er. Rússar stíga á svið á fyrra undankvöldinu í ár, ásamt Litháum, en Daði Freyr og Gagnamagnið keppa á því síðara. Hér að neðan má sjá myndbandið við fyrrnefnt Skibidi með sveitinni Little Big. Eurovision Rússland Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða Frey og Gagnamagninu harða samkeppni. Ríkisútvarp Rússlands greindi frá því í gær að hljómsveitin Little Big verði fulltrúi þjóðarinnar í Rotterdam og er það ekki um neinn aukvisa að ræða. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda, ekki aðeins innan heimalandsins heldur um gjörvalla Evrópu. Þrátt fyrir að lagið sem sveitin hyggst flytja hafi ekki verið kynnt til sögunnar ruku Rússar upp í veðbönkum eftir að ljóst var að Little Big yrðu fulltrúar Rússa. Sem stendur er Rússland talið næst líklegast til að vinna Eurovision, á eftir Daða en á undan hinu margumtalaða litháenska framlagi.Ef þau lya Prusikin, Sonja Tajurskaja, Anton Lissoff og Sergei Makaroff verða söm við sig þá má búast við að lag þeirra Little Big verði líflegt og dansvænt - sem segja má að séu jafnframt einkennandi fyrir framlög Íslands og Litháens í ár. Myndbönd Little Big vekja þannig jafnan mikla athygli, flest með tugi milljóna áhorfa á Youtube t.a.m. Þeirra vinsælasta lag er smellurinn Skibidi sem horft hefur verið á meira en 360 milljón sinnum. Þar er í aðalhlutverki einkennilegur dans, rétt eins og í flestum öðrum myndböndum sveitarinnar. Sem fyrr segir þurfti ekki annað en að nefna Little Big til þess að Rússar væru taldir líklegir til stórræða. Þar að auki hefur Rússland notið fádæma velgengni í Eurovision undanfarin ár. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnin síðast árið 2008 hafa Rússar lent fjórum sinnum í 2. sæti, fjórum sinnum í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti frá aldamótum. Frá því að fyrri undanúrslitakvöldin voru kynnt til sögunnar hafa Rússar aðeins einu sinni setið eftir, árið 2018 þegar Júlíu Samojlóvu mistókst að fleyta sér í úrslitakvöldið. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart þó svo að veðbankar spái Rússlandi góðu gengi í Eurovision, sama hver fulltrúi þess er. Rússar stíga á svið á fyrra undankvöldinu í ár, ásamt Litháum, en Daði Freyr og Gagnamagnið keppa á því síðara. Hér að neðan má sjá myndbandið við fyrrnefnt Skibidi með sveitinni Little Big.
Eurovision Rússland Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11
Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54