Handbolti

Grétar Þór: Liðin eru að reyna að finna mótefni við þessu

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Grétar Þór og Theodór fagna saman Íslandsmeistaratitlinum 2018
Grétar Þór og Theodór fagna saman Íslandsmeistaratitlinum 2018 vísir/daníel

„Við kunnum ekki að tapa í Laugardalshöll“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, leikmaður ÍBV, eftir sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-cola bikarsins í kvöld. 

„Sérstaklega núna eftir að við sláum Hauka út í þriðja skiptið, þetta hafa alltaf verið geggjaðir leikir og sem betur fer hef ég alltaf unnið“

Grétar Þór hefur fengið viðurnefnið, sá bikaróði, og segir hann að það sé eitthvað sem hefur fylgt honum frá fjögurra ára aldri 

„Við vorum að rifja þetta upp en það eru fáir sem vita það að ég greindist með æxli þegar ég var fjögurra ára. Þetta var sem sagt bikaræði sem ég greindist með, ég er ennþá með það“

„Ég veit að hin liðin eru að reyna að finna mótefni við þessu en á meðan þetta æxli er í mér þá er ég að fara að safna bikurum“ sagði sá bikaróði

ÍBV mætir Aftureldingu eða Stjörnunni á laugardaginn, Grétari er alveg sama hvort liðið það verður hann er svo sáttur að fá tveggja daga frí núna, hann segir að það hafi verið gulrótin fyrir þessari helgi

„Þetta eru bæði svo góð lið mér er alveg sama. Ég og Teddi erum búnir að bóka hótel herbergi og ætlum að sofa út og borða góðan mat. Það var gulrótin okkar í dag, svo er það bara bikarinn á laugardaginn“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×