Handbolti

Sportpakkinn: ÍBV hefur aldrei tapað í höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyrirliðar liðanna fjögurra sem spila í Laugardalshöllinni í kvöld. Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá Haukum, Kári Kristjánsson hjá ÍBV, Einar Ingi Hrafnsson hjá Aftureldingu og Tandri Már Konráðsson hjá Stjörnunni.
Fyrirliðar liðanna fjögurra sem spila í Laugardalshöllinni í kvöld. Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá Haukum, Kári Kristjánsson hjá ÍBV, Einar Ingi Hrafnsson hjá Aftureldingu og Tandri Már Konráðsson hjá Stjörnunni. Mynd/Handknattleikssamband Íslands

Undanúrslit Coca Cola bikars karla í handbolta fer fram í Laugardalshöllinni í dag. Guðjón Guðmundsson hitti þjálfara liðanna fjögurra á kynningarfundi fyrir leikinn.

Fyrri leikurinn er á milli ÍBV og Hauka sem hefst klukkan 18.00 en seinni leikurinn er á milli Aftureldingu og Stjörnunni og hefst hann klukkan 20.30.

Guðjón Guðmundsson hitti Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka, Erling Richardsson, þjálfara ÍBV, Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Stjörnunnar og Einar Andra Einarsson, þjálfar Aftureldingu. Það má sjá viðtölin við þá hér fyrir neðan.

Klippa: Viðtöl við þjálfara í bikaúrslitum karla í handbolta





ÍBV þykir sigurstranglegra liðið gegn Haukum en Haukar höfðu betur í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.

Eyjamenn hafa aldrei tapað í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni og eru þekktir fyrir að setja mikinn svip á stúkuna í sínum leikjum.

Aftutelding er það lið sem mest hefur komið á óvart fyrir góðan leik í deildinni. Liðið var í fínum gír framan en það hefur aðeins hallað undan fæti síðustu vikur. Munar þar um það að Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur verið meiddur en hann á að vera heill heilsu fyrir leikinn í kvöld á móti Stjörnunni.

Stjarnan mun væntanlega skarta Bjarka Má Gunnarssyni í hjarta varnarinnar en hann hefur verið lengi frá.

Stjarnan er með reynslumikið lið en markvarslan hefur sett strik í reikninginn þar sem að Stephen Nielsen hefur verið meiddur í vetur. Með hann innan borðs eru Stjörnunni allir vegir færir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×