Körfubolti

Matthías Orri: Fáum borgað fyrir að spila körfubolta og vera í formi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Matthías Orri Sigurðarson var frábær í liði KR í kvöld er liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 79-77 KR í vil og Íslandsmeistararnir hefndu þar með fyrir tapið stóra í Garðabænum fyrr á leiktíðinni. 

Alls skoraði Matthías 11 stig í leiknum, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. 

„Mér er búið að líða mjög vel eftir áramót. Þetta er allt að koma hægt og rólega. Við erum að spila ágætlega núna fyrir og eftir hlé. Þegar Dino [Cinac] og Brilli [Brynjar Þór Björnsson] koma aftur þá erum við nokkuð góðir,“ sagði Matthías Orri við Svala Björgvinsson beint eftir leik á Stöð 2 Sport.

„Við fáum borgað fyrir að spila körfubolta og vera í formi. Það er ekkert vandamál að spila 35 mínútur í leik en en það mun styrkja okkur þegar þeir koma til baka,“ sagði Matthías aðspurður hvernig það væri að spila á svona fáum leikmönnum en liðið spilaði á sjö leikmönnum í kvöld.

„Þeir eru erfiðir. Hlynur [Bæringsson] er sterkur, rosalegur íþróttamaður. Urald King líka. Við ætluðum að hjálpast allir að, það gengur ekki að láta Mike [Craion] og Kristó [Acox] um þetta svo við komum þarna og reynum að hjálpa til. Það gekk ágætlega núna og það hentar okkur að spila svona jafna leiki sem þarf að „grind-a“ út,“ sagði Matti að lokum um frákastabaráttuna í kvöld.

 


Tengdar fréttir

Umfjöllun: KR - Stjarnan 79-77 | KR hefndi fyrir ófarirnar í Garðabænum

KR vann tveggja stiga sigur á Stjörnunni í DHL-Höllinni í Vesturbænum í gríðar spennandi leik í Domino´s deild karla í kvöld. KR var án tveggja lykilmanna í leiknum og átti harma að hefna frá fyrri leik liðanna sem Stjarnan vann með 43 stiga mun í Garðabænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×