Handbolti

Alexander meiddur og Kiel jók forskotið á toppnum

Sindri Sverrisson skrifar
Ýmir Örn Gíslason reynir að hemja Domagoj Duvnjak sem skoraði sex mörk fyrir Kiel í dag.
Ýmir Örn Gíslason reynir að hemja Domagoj Duvnjak sem skoraði sex mörk fyrir Kiel í dag. vísir/getty

Kiel jók í dag forskot sitt á toppi þýsku 1. deildarinnar í handbolta með sigri á Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen, 27-21.

Löwen var 15-13 yfir í hálfleik en skoraði ekki nema sex mörk á seinni þrjátíu mínútum leiksins.

Alexander Petersson lék ekki með Löwen vegna minni háttar meiðsla en landsliðsvarnarmaðurinn öflugi Ýmir Örn Gíslason tók þátt í leiknum, án þess þó að skora.

Martin Schwalb, sem tók við Löwen af Kristjáni Andréssyni í síðasta mánuði, tapaði þar með sínum fyrsta leik með liðinu eftir sigra gegn Hannover og Leipzig.

Kiel er með 44 stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum á undan Flensburg, þegar átta umferðir eru eftir. Löwen er með 34 stig í 6. sæti, stigi á eftir Füchse Berlín og tveimur stigum á eftir Hannover.


Tengdar fréttir

Kristján rekinn frá Löwen

Rhein-Neckar Löwen er í þjálfaraleit eftir að hafa sagt Kristjáni Andréssyni upp störfum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×