Handbolti

Kristján rekinn frá Löwen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján tók við Rhein-Neckar Löwen í sumar.
Kristján tók við Rhein-Neckar Löwen í sumar. vísir/getty

Kristjáni Andréssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen.


Kristján tók við Löwen fyrir þetta tímabil af Nikolaj Jacobsen.

Ekki hefur gengið vel hjá Löwen sem er í 6. sæti þýsku deildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Kristján stýrði Löwen í síðasta sinn þegar liðið gerði jafntefli við Lemgo, 29-29, á fimmtudaginn.

Kristján var einnig þjálfari sænska karlalandsliðsins en hætti eftir EM í síðasta mánuði.

Löwen mætir Liberbank Cuenca í EHF-bikarnum á morgun. Oliver Roggisch og Michel Abt stýra liðinu í þeim leik.

Íslensku landsliðsmennirnir Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason leika með Löwen.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.