Tækifæri til hagræðingar Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 20. febrúar 2020 14:30 Það sem drífur mig áfram í starfi er trúin á að hægt sé að finna lausnir sem virka. Nú er kjördæmavikan nýafstaðin og þingmenn hafa verið á ferð vítt og breytt um landið. Þar var staða landbúnaðarins, starfsumhverfi hans og framtíðarhorfur dreifbýlis ofarlega í huga fólks. Flestum ætti að vera ljóst að ef ekki á illa að fara er nauðsynlegt að endurskoða regluverkið sem landbúnaðurinn starfar eftir. Eitt af því sem þarf að rýna í er starfsumhverfi afurðastöðva í kjötiðnaði sem er mikið hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur. Harðnandi samkeppni Á Íslandi eru sjö afurðastöðvar sem sinna sauðfjárslátrun og eru þær að mestu leiti í eigu bænda. Rekstur þeirra hefur verið erfiður síðustu ár sem hefur t.d. leitt af sér lægra afurðaverð til bænda. Útflutningur á íslensku kindakjöti er einungis 0,25% af heildarframboði á alþjóðamarkaði en Ástralía og Nýja-Sjáland eru með um 70% af markaðnum. Það er ljóst að veita þarf innlendum kjötiðnaði færi á að hagræða enn frekar og bregðast við ört vaxandi samkeppni við erlenda markaði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum er ætlað að gera afurðarstöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf. Núverandi regluverk gerir það að verkum að afurðastöðvarnar hafa lítið ráðarúm til að sameinast, því það stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Flókið regluverk Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Íslandi verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verið lögð á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu. Heimavinnsla afurða getur orðið mikilvæg stoð í því að efla nýsköpun og þróa afurðir. Lög um heimaslátrun og vinnslu eru flókin og draga úr möguleikum bænda til nýsköpunar. Það má slátra búfé heima til heimanota en ekki til sölu. Erlendis er heimilt að stunda heimavinnslu frá A til Ö. Mig langar að taka lítið dæmi um hve öfugsnúið regluverkið er. Hreindýrum er lógað fjarri kjötvinnslum úti í guðsgrænni náttúru. Dýrið er síðan flutt að kjötvinnslunni þar sem lokafrágangur á sér stað í samræmi við reglur. En þegar kemur að því að lóga sauðkind og vinna vöru til neytenda vandast málið. Svarið er: Nei, það má ekki. Ef markmiðið er að efla nýsköpun í landbúnaði liggur beinast við að aðlaga regluverkið að nútímanum. Þannig auðveldum við bændum að bæta afkomu sína og ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Landbúnaður Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það sem drífur mig áfram í starfi er trúin á að hægt sé að finna lausnir sem virka. Nú er kjördæmavikan nýafstaðin og þingmenn hafa verið á ferð vítt og breytt um landið. Þar var staða landbúnaðarins, starfsumhverfi hans og framtíðarhorfur dreifbýlis ofarlega í huga fólks. Flestum ætti að vera ljóst að ef ekki á illa að fara er nauðsynlegt að endurskoða regluverkið sem landbúnaðurinn starfar eftir. Eitt af því sem þarf að rýna í er starfsumhverfi afurðastöðva í kjötiðnaði sem er mikið hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur. Harðnandi samkeppni Á Íslandi eru sjö afurðastöðvar sem sinna sauðfjárslátrun og eru þær að mestu leiti í eigu bænda. Rekstur þeirra hefur verið erfiður síðustu ár sem hefur t.d. leitt af sér lægra afurðaverð til bænda. Útflutningur á íslensku kindakjöti er einungis 0,25% af heildarframboði á alþjóðamarkaði en Ástralía og Nýja-Sjáland eru með um 70% af markaðnum. Það er ljóst að veita þarf innlendum kjötiðnaði færi á að hagræða enn frekar og bregðast við ört vaxandi samkeppni við erlenda markaði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum er ætlað að gera afurðarstöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf. Núverandi regluverk gerir það að verkum að afurðastöðvarnar hafa lítið ráðarúm til að sameinast, því það stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Flókið regluverk Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Íslandi verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verið lögð á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu. Heimavinnsla afurða getur orðið mikilvæg stoð í því að efla nýsköpun og þróa afurðir. Lög um heimaslátrun og vinnslu eru flókin og draga úr möguleikum bænda til nýsköpunar. Það má slátra búfé heima til heimanota en ekki til sölu. Erlendis er heimilt að stunda heimavinnslu frá A til Ö. Mig langar að taka lítið dæmi um hve öfugsnúið regluverkið er. Hreindýrum er lógað fjarri kjötvinnslum úti í guðsgrænni náttúru. Dýrið er síðan flutt að kjötvinnslunni þar sem lokafrágangur á sér stað í samræmi við reglur. En þegar kemur að því að lóga sauðkind og vinna vöru til neytenda vandast málið. Svarið er: Nei, það má ekki. Ef markmiðið er að efla nýsköpun í landbúnaði liggur beinast við að aðlaga regluverkið að nútímanum. Þannig auðveldum við bændum að bæta afkomu sína og ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun