Jafnrétti í brennidepli Drífa Snædal skrifar 21. febrúar 2020 15:51 Það vakti mikla athygli þegar trúnaðarmenn Eflingar sem nú eru í verkfalli létu í sér heyra við upphaf jafnréttisþings en það var líka svo vel við hæfi. Kjarabarátta Eflingarfólks er jafnréttisbarátta, að störf kvenna verði raunverulega metin til launa eins og rætt hefur verið og ritað í áratugi. Það er ólseig hugmynd að við búum í stéttlausu samfélagi en sú hugmynd getur aðeins þrifist ef kastljósinu er aldrei beint að þeim sem hafa það verst og staðfesta stéttskiptinguna. Og stéttaskipting er kynjuð. Ég naut þess að taka þátt í einum þætti jafnréttisþings þar sem rætt var um framtíð vinnumarkaðarins og loftslagsbreytingar. Umönnunarstörf eru störf sem munu sennilega lifa af allar tæknibreytingar því ekkert kemur í staðinn fyrir mannleg samskipti og umönnun. Það er því mikilvægt, ekki bara í dag heldur fyrir ókomna tíð, að við viðurkennum kvennastörf sem alvöru störf sem hægt er að byggja afkomu sína á. Vinnumarkaðurinn mun breytast mikið í framtíðinni og það geta verið mjög sársaukafullar breytingar. Á Spáni er undið ofan af kolavinnslu með þeim afleiðingum að þúsundir kolanámumanna missa vinnuna. Í Noregi hefur dregið verulega úr olíuiðnaðinum og vel launuðu karlastörfunum fækkar að sama skapi. Í báðum þessum tilvikum er aðkoma verkalýðshreyfingarinnar í að dempa áfallið bráðnauðsynlegt fyrir afkomu þeirra sem missa vinnuna. Hreyfingin í hvoru landi fyrir sig samdi við stjórnvöld um liðsinni við endurmenntun, uppbyggingu nýs starfsvettvangs og í tilviki kolanámumannanna, möguleikann á að komast fyrr á eftirlaun. Þessi hugmyndafræði heitir sanngjörn umskipti og er mál málanna úti í heimi í þeim breytingum sem nú eiga sér stað. Hér á landi er umræðan að hefjast enda er ný tækni víða að leysa mannshöndina af hólmi og atvinnutækifærum fer fækkandi. Jafnrétti, umhverfisáhrif og endurmat starfa verða þar lykilhugtök. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar trúnaðarmenn Eflingar sem nú eru í verkfalli létu í sér heyra við upphaf jafnréttisþings en það var líka svo vel við hæfi. Kjarabarátta Eflingarfólks er jafnréttisbarátta, að störf kvenna verði raunverulega metin til launa eins og rætt hefur verið og ritað í áratugi. Það er ólseig hugmynd að við búum í stéttlausu samfélagi en sú hugmynd getur aðeins þrifist ef kastljósinu er aldrei beint að þeim sem hafa það verst og staðfesta stéttskiptinguna. Og stéttaskipting er kynjuð. Ég naut þess að taka þátt í einum þætti jafnréttisþings þar sem rætt var um framtíð vinnumarkaðarins og loftslagsbreytingar. Umönnunarstörf eru störf sem munu sennilega lifa af allar tæknibreytingar því ekkert kemur í staðinn fyrir mannleg samskipti og umönnun. Það er því mikilvægt, ekki bara í dag heldur fyrir ókomna tíð, að við viðurkennum kvennastörf sem alvöru störf sem hægt er að byggja afkomu sína á. Vinnumarkaðurinn mun breytast mikið í framtíðinni og það geta verið mjög sársaukafullar breytingar. Á Spáni er undið ofan af kolavinnslu með þeim afleiðingum að þúsundir kolanámumanna missa vinnuna. Í Noregi hefur dregið verulega úr olíuiðnaðinum og vel launuðu karlastörfunum fækkar að sama skapi. Í báðum þessum tilvikum er aðkoma verkalýðshreyfingarinnar í að dempa áfallið bráðnauðsynlegt fyrir afkomu þeirra sem missa vinnuna. Hreyfingin í hvoru landi fyrir sig samdi við stjórnvöld um liðsinni við endurmenntun, uppbyggingu nýs starfsvettvangs og í tilviki kolanámumannanna, möguleikann á að komast fyrr á eftirlaun. Þessi hugmyndafræði heitir sanngjörn umskipti og er mál málanna úti í heimi í þeim breytingum sem nú eiga sér stað. Hér á landi er umræðan að hefjast enda er ný tækni víða að leysa mannshöndina af hólmi og atvinnutækifærum fer fækkandi. Jafnrétti, umhverfisáhrif og endurmat starfa verða þar lykilhugtök. Njótið helgarinnar, Drífa
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar