Nútíma þrælahald Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar 24. febrúar 2020 13:00 Í september árið 2017 stóð núverandi forsætisráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður Vinstri Grænna, í pontu Alþingis og fór mikinn í fjárlagaumræðu fyrir árið 2018 þar sem hún gagnrýndi harðlega þáverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir að gera ekki meira fyrir aldraða og öryrkja og sagði hún orðrétt: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Í dag, um tveimur og hálfu ári síðar er fátækasta fólkið enn að bíða eftir þessu réttlæti sem Katrín sagði að fólkið gæti ekki beðið eftir en í hún settist í stól forsætisráðherra innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét þessi orð falla með miklum þunga. En í stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra sagði hún orðrétt að fátækasta fólkið yrði samt enn að bíða um sinn eftir réttlætinu. En það eru ekki bara öryrkjar og aldraðir sem bíða eftir réttlæti því síðustu þrjá áratugi hefur verið sú stefna í gangi hjá stjórnvöldum, vinnuveitendum og verkalýðsfélögum að halda niðri launahækkunum á almennum vinnumarkaði þannig að nú er svo komið að þeir sem vinna á lægstu launum í landinu hafa ekki efni á húsnæði og nauðsynjum út mánuðinn. Nýir verkalýðsleiðtogar hafa leynt og ljóst sýnt fram á það með útreikningum og tölulegum gögnum frá því árið 2009 að á meðan þeir sem eru í hæðstu launaflokkunum hafa fengið margfaldar „leiðréttingar“ og kauphækkannir hafa þeir sem eru á lægstu launum nánast staðið í stað launalega séð með þeim afleiðingum að kaupmáttur þeirra hefur rýrnað vegna hækkanna á vörum, þjónustu og húsaleigu. Það er staðreynd. Við skulum aftur snúa okkur að lífeyrisþegunum því þeir eru látnir sæta algjörlega ómanneskjulegum skyldum, eru settir í hlekki þrælahalds fátæktar sem þeir eiga enga möguleika á að komast út úr, hversu svo mikið sem þeir vildu það. Mig langar því að biðja ykkur að staldra aðeins við og setja ykkur í spor einstaklings sem hefur orðið fyrir því að missa heilsuna á besta aldri og þurfa að lifa á örorkubótum í dag á almennum leigumarkaði. Að þurfa að leigja húsnæði og sjá fyrir öllum ykkar þörfum með um 250 þúsund krónur á mánuði útborgað. Er það réttlátt og sanngjarnt þegar stjórnvöld setja viðmið um lágmarks framfærslu að greiða síðan bætur sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það siðferðislega réttalætanlegt af stjórnvöldum að setja lög um lágmarkslaun sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það með einhverjum hætti siðferðilega réttlætanlegt að skattleggja upp í topp laun sem eru undir fátæktarmörkum eða viðmiðunarmörkum um lágmarks framfærslu? Er það réttlátt og sanngjarnt að öryrkjar og aldraðir séu látnir sæta skerðingum á greiðslum úr almannatryggingum vegna uppbóta og styrkja? Er það sanngjarnt að rífa af þeim með skerðingum hverja krónu sem þeir ná að skrapa saman komist þeir tímabundið í enhverja vinnu? Öryrkjar fá lægri tekjur ef þeir eru í hjónabandi eða deila heimili með einhverjum. Hvað segðu þingmenn um það að vera lækkaðir í launum væru þeir giftir eða í sambúð? Ríkið, með skerðingum, stelur lífeyrisgreiðslum sem fólk hefur greitt í lifeyrissjóði áratugum saman. Hvernig þætti þér sem launþegi ef vinnuveitandi þinn ákvæði að lækka launin þín um 10 til 15% á þeim forsendum að þú ert giftur eða í sambúð? Jafnvel bara þó þú leigðir húsnæði með öðrum? Eða þá að skerða launin þín um krónu á móti krónu vegna aukavinnu? Væri það sanngjarnt? Kæru lesendur! Þessar skerðingar. Þessi þjófnaður. Þetta óréttlæti sem okkur er boðið upp á af stjórnvöldum á íslandi er hvorki sanngjarnt, eðlilegt né á nokkurn hátt réttlætanlegt. Þessi forríka elíta sem stjórnar landinu getur aldrei sett sig í okkar spor. Hvernig það er að fá útborgað um mánaðarmót og geta aldrei leyft sér nokkuð það sem þetta fólk lítur á sem sjálfsagðan hlut því við þurfum að komast af á lágmarkstekjum, hvort sem það eru lægstu laun, eftirlaun eða fátæktarstyrkurinn sem kallast örorkubætur því þau duga ekki fyrir grunnþörfunum. Hvað er þetta annað en þrælahald á nútíma vísu? Með von um vakningu hjá okkur öllum, Jack Hrafnkell Danielsson öryrki og efnahagslegur flóttamaður búsettur í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jack Hrafnkell Daníelsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í september árið 2017 stóð núverandi forsætisráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður Vinstri Grænna, í pontu Alþingis og fór mikinn í fjárlagaumræðu fyrir árið 2018 þar sem hún gagnrýndi harðlega þáverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir að gera ekki meira fyrir aldraða og öryrkja og sagði hún orðrétt: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Í dag, um tveimur og hálfu ári síðar er fátækasta fólkið enn að bíða eftir þessu réttlæti sem Katrín sagði að fólkið gæti ekki beðið eftir en í hún settist í stól forsætisráðherra innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét þessi orð falla með miklum þunga. En í stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra sagði hún orðrétt að fátækasta fólkið yrði samt enn að bíða um sinn eftir réttlætinu. En það eru ekki bara öryrkjar og aldraðir sem bíða eftir réttlæti því síðustu þrjá áratugi hefur verið sú stefna í gangi hjá stjórnvöldum, vinnuveitendum og verkalýðsfélögum að halda niðri launahækkunum á almennum vinnumarkaði þannig að nú er svo komið að þeir sem vinna á lægstu launum í landinu hafa ekki efni á húsnæði og nauðsynjum út mánuðinn. Nýir verkalýðsleiðtogar hafa leynt og ljóst sýnt fram á það með útreikningum og tölulegum gögnum frá því árið 2009 að á meðan þeir sem eru í hæðstu launaflokkunum hafa fengið margfaldar „leiðréttingar“ og kauphækkannir hafa þeir sem eru á lægstu launum nánast staðið í stað launalega séð með þeim afleiðingum að kaupmáttur þeirra hefur rýrnað vegna hækkanna á vörum, þjónustu og húsaleigu. Það er staðreynd. Við skulum aftur snúa okkur að lífeyrisþegunum því þeir eru látnir sæta algjörlega ómanneskjulegum skyldum, eru settir í hlekki þrælahalds fátæktar sem þeir eiga enga möguleika á að komast út úr, hversu svo mikið sem þeir vildu það. Mig langar því að biðja ykkur að staldra aðeins við og setja ykkur í spor einstaklings sem hefur orðið fyrir því að missa heilsuna á besta aldri og þurfa að lifa á örorkubótum í dag á almennum leigumarkaði. Að þurfa að leigja húsnæði og sjá fyrir öllum ykkar þörfum með um 250 þúsund krónur á mánuði útborgað. Er það réttlátt og sanngjarnt þegar stjórnvöld setja viðmið um lágmarks framfærslu að greiða síðan bætur sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það siðferðislega réttalætanlegt af stjórnvöldum að setja lög um lágmarkslaun sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það með einhverjum hætti siðferðilega réttlætanlegt að skattleggja upp í topp laun sem eru undir fátæktarmörkum eða viðmiðunarmörkum um lágmarks framfærslu? Er það réttlátt og sanngjarnt að öryrkjar og aldraðir séu látnir sæta skerðingum á greiðslum úr almannatryggingum vegna uppbóta og styrkja? Er það sanngjarnt að rífa af þeim með skerðingum hverja krónu sem þeir ná að skrapa saman komist þeir tímabundið í enhverja vinnu? Öryrkjar fá lægri tekjur ef þeir eru í hjónabandi eða deila heimili með einhverjum. Hvað segðu þingmenn um það að vera lækkaðir í launum væru þeir giftir eða í sambúð? Ríkið, með skerðingum, stelur lífeyrisgreiðslum sem fólk hefur greitt í lifeyrissjóði áratugum saman. Hvernig þætti þér sem launþegi ef vinnuveitandi þinn ákvæði að lækka launin þín um 10 til 15% á þeim forsendum að þú ert giftur eða í sambúð? Jafnvel bara þó þú leigðir húsnæði með öðrum? Eða þá að skerða launin þín um krónu á móti krónu vegna aukavinnu? Væri það sanngjarnt? Kæru lesendur! Þessar skerðingar. Þessi þjófnaður. Þetta óréttlæti sem okkur er boðið upp á af stjórnvöldum á íslandi er hvorki sanngjarnt, eðlilegt né á nokkurn hátt réttlætanlegt. Þessi forríka elíta sem stjórnar landinu getur aldrei sett sig í okkar spor. Hvernig það er að fá útborgað um mánaðarmót og geta aldrei leyft sér nokkuð það sem þetta fólk lítur á sem sjálfsagðan hlut því við þurfum að komast af á lágmarkstekjum, hvort sem það eru lægstu laun, eftirlaun eða fátæktarstyrkurinn sem kallast örorkubætur því þau duga ekki fyrir grunnþörfunum. Hvað er þetta annað en þrælahald á nútíma vísu? Með von um vakningu hjá okkur öllum, Jack Hrafnkell Danielsson öryrki og efnahagslegur flóttamaður búsettur í Svíþjóð.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun