Körfubolti

Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannssyni gengur allt í haginn þessa dagana.
Martin Hermannssyni gengur allt í haginn þessa dagana. vísir/getty

„Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku.

Martin varð bikarmeistari í Þýskalandi, valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, og fylgdi því svo eftir með stórleik fyrir Alba Berlín gegn Zenit í Pétursborg í EuroLeague. Svo góður var Martin að hann var valinn besti leikmaður umferðarinnar í þessari sterkustu félagsliðakeppni Evrópu:

„Það er frábært fyrir Íslending að spila í Meistaradeildinni. En að vera valinn leikmaður umferðarinnar, með allar þessar hetjur þarna sem hafa gert frábæra hluti í NBA og verið stærstu nöfnin í Evrópuboltanum, að vera valinn bestur úr þessum hópi er risastórt. Þetta er bara eins og ef að Íslendingur væri valinn leikmaður umferðarinnar í fótboltanum,“ segir Benedikt í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Verður erfitt fyrir Martin að velja úr tilboðumLjóst er að Martin gæti fært sig um set í sumar til enn betra félagsliðs:

„Ég bara veit að Martin er kominn á radar hjá enn stærri liðum. Hann var kominn á radar hjá stórum liðum í fyrra en ákvað að vera áfram hjá Alba Berlín, en ég held að það bíði hans erfitt verkefni núna að velja úr tilboðum eftir þetta tímabil því hann er búinn að vera alveg afburðagóður.“

Með menn eins og Martin Hermannsson, Tryggva Snæ Hlinason og Hauk Helga Pálsson innanborðs er Benedikt afar spenntur fyrir næstu árum hjá íslenska landsliðinu:

„Einhverjir höfðu áhyggjur af kynslóðaskiptunum. Hlynur dettur út og Jón Arnór dettur út, en við eigum bara svo spennandi og góða leikmenn, sem eru bara að ná lengra en þessir karlar. Ég hef því engar áhyggjur af íslenskum körfubolta hjá karlalandsliðinu. Þar eru virkilega spennandi tímar. Svo eigum við fullt af góðum strákum sem eru að fara að taka þetta landslið í hæstu hæðir að mínu mati.“

„Við erum búin að sjá Martin eiga stórleiki og Tryggva eiga stórleik í gær [í fyrradag]. Þegar við náum þeim og hugsanlega Hauk Helga saman, þá erum við að fara að sjá hrikalega skemmtilega leiki og ég held að úrslitin verði eftir því. Ég held að gæðin hafi aldrei verið eins mikil í landsliðinu og núna.“


Tengdar fréttir

Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra

"Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum.

Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg

Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta.

Martin stórkostlegur í Rússlandi

Á meðan að félagar hans úr íslenska landsliðinu leika við Kósóvó í forkeppni HM átti Martin Hermannsson stórleik í EuroLeague í kvöld þegar nýkrýndir bikarmeistarar Alba Berlín frá Þýskalandi unnu Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 83-81.

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.