Enski boltinn

Solskjær sagður vilja landa sinn til United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmaðurinin hefur vakið mikla athygli hjá Sociedad í vetur.
Norðmaðurinin hefur vakið mikla athygli hjá Sociedad í vetur. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, virðist vilja fá landa sinn Martin Odegaard til félagsins miðað við nýjustu fréttir spænskra miðla.

United á að hafa sent aðalnjósnara sinn að skoða Norðmannin hjá Real Sociedad í síðustu viku en talið er að Rauðu djöflarnir vilji krækja í Odegaard í sumar.

Þessi 21 ára Norðmaður er á láni hjá Sociedad frá Real Madrid en talið er að Marcel Bout, aðalnjósnari United, hafi horft á Norðmanninn spila í 3-0 sigrinum á Valencia á sunnudaginn.
Hann hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu á þessari leiktíð. Hann hefur leikið 25 leiki og skorað í þeim sjö mörk en Sociedad er í 6. sæti deildarinnar.

Odegaard hefur verið í herbúðum Real frá því árið 2015 en hann hefur síðustu þrjár leiktíðir verið í láni í Hollandi.

Það er ljóst að Solskjær vill styrkja sóknarleikinn því sóknarþenkjandi hugsuður Aston Villa, Jack Grealish, er einnig sagður á óskalistanum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.