Hanna „League Pass“ þjónustu fyrir ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 09:00 Premflix gæti verið framtíðin fyrir áhugafólk um enska fótboltann. Hér á landi væri örugglega mikill áhugi. Samsett/Getty Áhugafólk um NBA og NFL deildirnar í Bandaríkjunum þekkja það að nota „League Pass“ eða „Game Pass“ þjónusturnar til að fylgjast með öllum leikjum deildanna í beinni útsendingu. Nú gæti svona þjónusta verið að fæðast fyrir ensku úrvalsdeildina. Sjónvarpsfyrirtækin hafa barist um sýningarrétt á ensku úrvalsdeildinni undanfarið og nú síðast fór sýningarrétturinn frá Sýn yfir á Símann. Sá samningur gildir frá 2019 til 2022. Enska úrvalsdeildin er vinsælt efni en um leið gríðarlega dýrt efni fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Nýjustu fréttir innan forystusveitar ensku úrvalsdeildarinnar gæti haft mikið áhrif á framtíðarfyrirkomulag þessa mála sem og næsta samning hér á Íslandi. Enska úrvalsdeildin er nú fyrir alvöru að skoða möguleikana á því að búa til streymisveitu sem þeir líkja við Netflix en verður væntanlega mun líkari leikjaþjónustuveitum NFL og NBA deildanna. Enska úrvalsdeildin var að íhuga það að prófa slíkt kerfi á völdum mörkuðum í síðasta samningi en hætti við það. Ísland gæti verið kjörin tilraunastaður fyrir fyrstu útgáfu af PremFlix. Lítill markaður þar sem er mikill áhugi á ensku úrvalsdeildinni og hefð fyrir því að nýta sér þjónustu íþróttastreymisveitna eins og „League Pass“ hjá NBA og „Game Pass“ hjá NFL. Can watch every single Premier League match Shown live across 188 countries £10-per-month PremFlix and chill is coming https://t.co/k4jRhz3wDx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 9, 2020 Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt frá þessum framtíðarplönum en þær myndu væntanlega þýða endalok fyrir hefðbundna útsendingaaðila. „Í síðustu samningagerð fyrir 2019-22 tímabilin þá eyddum við miklum tíma og lögðum mikið í það að auka okkar þekkingu og styrkja okkur í því að geta sent leiki beint til áhorfandans,“ sagði Richard Masters. „Við vorum að hugsa um að þá að prófa nokkra markaði en við ákváðum á endanum að gera það ekki. Við vorum tilbúin síðast og við verðum tilbúin seinna ef tækifærið gefst. Á endanum mun enska úrvalsdeildin fara í það að vera bæði í því að selja útsendingaréttinn til rétthafa sem og að senda sjálf leikina beint til áhorfenda,“ sagði Masters. Enska úrvalsdeildin fær yfir þrjá milljarða punda, yfir 489 milljarða íslenskra króna, á hverju ári fyrir sjónvarpsréttinn en yfir 200 milljónir heimila í 188 löndum heimsins kaupa sér aðgang að ensku úrvalsdeildinni. Verðhugmynd ensku úrvalsdeildarinnar er að það gæti kostað 10 pund á mánuði að kaupa sér aðgang að nýju veitunni og um leið möguleikanum á að horfa á alla leiki í beinni útsendingu. Tíu pund eru rúmlega 1600 krónur íslenskar sem er mun lægra verð en menn út í heimi eru að borga fyrir enska boltann. Með því að eyða út milliliðunum þá gæti enska úrvalsdeildin fengið inn mun meiri pening frá ákveðnum mörkuðum í gegnum þessa framtíðar efnisveitu sína. Milljarðarnir þrír gætu þá breyst í tíu eða jafnvel fimmtán milljarða punda á hverju ári. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega útskýringu á þessu öllu saman. Bíó og sjónvarp Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Áhugafólk um NBA og NFL deildirnar í Bandaríkjunum þekkja það að nota „League Pass“ eða „Game Pass“ þjónusturnar til að fylgjast með öllum leikjum deildanna í beinni útsendingu. Nú gæti svona þjónusta verið að fæðast fyrir ensku úrvalsdeildina. Sjónvarpsfyrirtækin hafa barist um sýningarrétt á ensku úrvalsdeildinni undanfarið og nú síðast fór sýningarrétturinn frá Sýn yfir á Símann. Sá samningur gildir frá 2019 til 2022. Enska úrvalsdeildin er vinsælt efni en um leið gríðarlega dýrt efni fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Nýjustu fréttir innan forystusveitar ensku úrvalsdeildarinnar gæti haft mikið áhrif á framtíðarfyrirkomulag þessa mála sem og næsta samning hér á Íslandi. Enska úrvalsdeildin er nú fyrir alvöru að skoða möguleikana á því að búa til streymisveitu sem þeir líkja við Netflix en verður væntanlega mun líkari leikjaþjónustuveitum NFL og NBA deildanna. Enska úrvalsdeildin var að íhuga það að prófa slíkt kerfi á völdum mörkuðum í síðasta samningi en hætti við það. Ísland gæti verið kjörin tilraunastaður fyrir fyrstu útgáfu af PremFlix. Lítill markaður þar sem er mikill áhugi á ensku úrvalsdeildinni og hefð fyrir því að nýta sér þjónustu íþróttastreymisveitna eins og „League Pass“ hjá NBA og „Game Pass“ hjá NFL. Can watch every single Premier League match Shown live across 188 countries £10-per-month PremFlix and chill is coming https://t.co/k4jRhz3wDx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 9, 2020 Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt frá þessum framtíðarplönum en þær myndu væntanlega þýða endalok fyrir hefðbundna útsendingaaðila. „Í síðustu samningagerð fyrir 2019-22 tímabilin þá eyddum við miklum tíma og lögðum mikið í það að auka okkar þekkingu og styrkja okkur í því að geta sent leiki beint til áhorfandans,“ sagði Richard Masters. „Við vorum að hugsa um að þá að prófa nokkra markaði en við ákváðum á endanum að gera það ekki. Við vorum tilbúin síðast og við verðum tilbúin seinna ef tækifærið gefst. Á endanum mun enska úrvalsdeildin fara í það að vera bæði í því að selja útsendingaréttinn til rétthafa sem og að senda sjálf leikina beint til áhorfenda,“ sagði Masters. Enska úrvalsdeildin fær yfir þrjá milljarða punda, yfir 489 milljarða íslenskra króna, á hverju ári fyrir sjónvarpsréttinn en yfir 200 milljónir heimila í 188 löndum heimsins kaupa sér aðgang að ensku úrvalsdeildinni. Verðhugmynd ensku úrvalsdeildarinnar er að það gæti kostað 10 pund á mánuði að kaupa sér aðgang að nýju veitunni og um leið möguleikanum á að horfa á alla leiki í beinni útsendingu. Tíu pund eru rúmlega 1600 krónur íslenskar sem er mun lægra verð en menn út í heimi eru að borga fyrir enska boltann. Með því að eyða út milliliðunum þá gæti enska úrvalsdeildin fengið inn mun meiri pening frá ákveðnum mörkuðum í gegnum þessa framtíðar efnisveitu sína. Milljarðarnir þrír gætu þá breyst í tíu eða jafnvel fimmtán milljarða punda á hverju ári. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega útskýringu á þessu öllu saman.
Bíó og sjónvarp Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira