Körfubolti

Kobe og Gianna voru jörðuð á föstudaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gianna og Kobe Bryant fórust í þyrluslysi fyrir rúmum tveimur vikum.
Gianna og Kobe Bryant fórust í þyrluslysi fyrir rúmum tveimur vikum. vísir/getty

Kobe Bryant og Gianna dóttir hans voru jörðuð á föstudaginn. Þau létust í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn ásamt sjö öðrum.

Kobe og Gianna voru jörðuð nálægt heimili Bryant-fjölskyldunnar í Orange County. Aðeins nánasta fjölskylda var viðstödd.

Minningarathöfn um feðginin fer fram í Staples Center, heimavelli Los Angeles Lakers, þann 24. febrúar næstkomandi.

Vanessa Bryant, eiginkona Kobes, tjáði sig um missinn á samfélagsmiðlum í gær. Þar sagðist hún eiga erfitt með að sætta sig við að Kobe og Gianna séu látin.

„Ég hef hikað við að setja hugsanir mínar niður á blað,“ skrifaði Vanessa Bryant á Instagram.

„Heilinn minn neitar að samþykkja að við höfum misst bæði Kobe og Gigi. Ég get ekki unnið úr því að missa þau bæði. Það er eins og ég sé að reyna að vinna úr því að Kobe sé farinn en líkaminn minn neitar að sætta sig við það að Gigi komi aldrei aftur til mín. Það getur ekki verið rétt.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.