Enski boltinn

Sancho fer frá Borussia Dortmund í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jadon Sancho hefur komið að 26 mörkum í 19 leikjum í þýsku deildinni á þessu tímabili.
Jadon Sancho hefur komið að 26 mörkum í 19 leikjum í þýsku deildinni á þessu tímabili. Getty/Lars Baron

Enski landsliðsmaðurinn Jadon Sancho mun yfirgefa þýsku deildina í sumar og líklegast er að hann endi hjá Manchester United.

Nú hefur Sky í Þýskalandi fengið það staðfest að Jadon Sancho sé á sínu síðasta tímabili með Borussia Dortmund og að hann fari frá félaginu í sumar.

Samkvæmt sömu frétt hjá Sky í Þýskalandi hefur Manchester United mikinn áhuga á því að fá hann á Old Trafford.  





Jadon Sancho heldur upp á tvítugsafmælið sitt í næsta mánuði en hann hefur farið á kostum með Borussia Dortmund á síðustu tímabilum.

Á þessu tímabili er hann með 12 mörk og 14 stoðsendingar í aðeins 19 leikjum í þýsku deildinni og var auk þess með 2 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum í Meistaradeildinni.

Jadon Sancho hefur spilað ellefu landsleiki fyrir England og er með 2 mörk og 3 stoðsendingar í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×