Körfubolti

Með yfir 60 prósent þriggja stiga nýtingu í þremur leikjum í röð í bikarúrslitum í Höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skorað 17 þriggja stiga körfur í þremur leikjum sínum í bikaúrslitum í Höllinni eða 5,7 að meðaltali í leik.
Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skorað 17 þriggja stiga körfur í þremur leikjum sínum í bikaúrslitum í Höllinni eða 5,7 að meðaltali í leik. Vísir/Bára

Sigtryggur Arnar Björnsson hélt áfram þeirri hefð sinn að vera funheitur á fjölum Laugardalshallarinnar í bikarúrslitum þegar hann fór á kostum í sigri Grindvíkinga á Fjölni í undanúrslitum Geysisbikarsins í gær.

Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar á félaga sína í sautján stiga sigri Grindavíkur. Arnar hitti meðal annars úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum.

Sigtryggur Arnar var síðast í bikarúrslitum í Höllinni með Tindastólsliðinu fyrir tveimur árum síðan og hjálpaði þá Stólunum að vinna bikarinn.

Arnar var þá með 35 stig og 11 fráköst í sigri á Haukum í undanúrslitunum og fylgdi því svo eftir með því að vera með 20 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar á aðeins 27 mínútum í stórsigri á KR í úrslitaleiknum.

Sigtryggur Arnar Björnsson hitti úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum í bikarúrslitunum 2018 sem gerir 61 prósent skotnýtingu.

Arnar hefur því hitt úr 17 af 28 þriggja stiga skotum sínum í þremur leikjum sínum í bikarúrslitum í Höllinni og er því með yfir 60 þriggja stiga skotnýting úr næstum því þrjátíu skotum.

Þriggja stiga skotnýting Sigtryggs Arnars Björnssonar í bikarúrslitum í Höllinni:
Undanúrslit á móti Haukum 2018: 60 prósent (6 af 10)
Bikarúrslitaleikur á móti KR 2018:  62 prósent (5 af 8)
Undanúrslit á móti Fjölni 2020: 60 prósent (6 af 10)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.