Körfubolti

Þjálfarar bikarmeistaranna allir úr Borgarfirði

Sindri Sverrisson skrifar
Guðrún Ósk Ámundadóttir með bikarinn fagra.
Guðrún Ósk Ámundadóttir með bikarinn fagra. vísir/daníel

Fjórir þjálfarar og aðstoðarþjálfarar sem fögnuðu bikarmeistaratitlunum tveimur í körfubolta í gær eiga að minnsta kosti eitt annað sameiginlegt. Þeir eru allir Borgfirðingar.

Skallagrímsmaðurinn Heiðar Lind Hansson bendir á þessa athyglisverðu staðreynd. Arnar Guðjónsson, aðalþjálfari karlaliðs Stjörnunnar, er úr Reykholtsdal í Borgarfirði og aðstoðarþjálfari hans, Hörður Unnsteinsson, er úr Borgarnesi.

Guðrún Ósk Ámundadóttir, sem tók við þjálfun kvennaliðs Skallagríms fyrir tímabilið, er úr Borgarnesi og fagnaði bikarmeistaratitli í fyrstu tilraun eins og Arnar með Stjörnunni í fyrra. Aðstoðarþjálfari hennar er Atli Aðalsteinsson sem er einnig úr Borgarnesi.

Stjörnumenn urðu bikarmeistarar karla annað árið í röð undir handleiðslu Borgfirðinga. vísir/daníel


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.