Handbolti

Fimm íslensk mörk í góðum sigri Álaborgar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Janus Daði í leik gegn PSG fyrr í vetur.
Janus Daði í leik gegn PSG fyrr í vetur. Vísir/Getty

Þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon skoruðu samtals fimm mörk er Álaborg lagði Celje í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Lokatölur 28-24 danska liðinu í vil.

Heimamenn í Álaborg voru sterkari aðilinn frá upphafi leiks og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9. Fór það svo að þeir unnu fjögurra marka sigur á endanum, 28-24. 

Janus Daði gerði fjögur mörk og Ómar Ingi eitt.

Álaborg er sem stendur í 4. sæti A-riðils með 13 stig, fimm stigum á eftir Guðjóni Vali Sigurðssyni og félögum í PSG sem leika síðar í dag. Stefnir allt í að Álaborg komist áfram í 16-liða úrslit keppninnar en tveir leikir eru eftir í riðlakeppninni.


Tengdar fréttir

Einar Jónsson vann tvöfalt í Færeyjum

Einar Jónsson, handboltaþjálfari, varð í dag færeyskur bikarmeistari í karla- sem og kvennaflokki en hann þjálfar H71 þar í landi.

Aron allt í öllu hjá Barcelona | Sigvaldi átti góðan leik í tapi

Aron Pálmarsson var stórkostlegur í liði Barcelona sem lagði Zagreb af velli með níu marka mun í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 32-23. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk er Elverum tapaði 34-28 gegn Flensburg.

Íslendingalið Löwen enn með fullt hús stiga

Rhein Neckar-Löwen vann þægilegan átta marka útisigur gegn danska liðinu Holstebro í riðlakeppni EHF bikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Leiknum lauk 35-27 Löwen í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×