Handbolti

Aron allt í öllu hjá Barcelona | Sigvaldi átti góðan leik í tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron átti frábæran leik fyrir Barcelona í kvöld.
Aron átti frábæran leik fyrir Barcelona í kvöld. Vísir/Twitter

Aron Pálmarsson var stórkostlegur í liði Barcelona sem lagði Zagreb af velli með níu marka mun í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 32-23. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk er Elverum tapaði 34-28 gegn Flensburg.

Aron var markahæstur í liði Barcelona í kvöld með sex mörk, líkt og Víctor Tómás. Aron tók aðeins níu skot í leiknum og var því með 67% skotnýtingu. Þá lagði hann einnig upp tvö mörk í leiknum.

Barcelona var átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og sigur þeirra því aldrei í hættu í kvöld. Aron og félagar eru á toppi A-riðils, fjórum stigum á undan Pick Szeged og PSG. Liðin mætast innbyrðis á morgun en sitt hvor Íslendingurinn er í hvoru liði. Stefán Rafn Sigurmannsson leikur með Szeged og Guðjón Valur Sigurðsson með PSG.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk í sex marka tapi Elverum á heimavelli gegn Flensburg í Meistaradeildinni í kvöld. Lokatölur leiksins 34-28 eftir að Flensburg hafði verið einu marki yfir í hálfleik. Elverum er í næst neðsta sæti A-riðils þegar 12 leikjum af 14 er lokið en Flensburg er í 4. sæti af átta liðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.