Handbolti

Aron allt í öllu hjá Barcelona | Sigvaldi átti góðan leik í tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron átti frábæran leik fyrir Barcelona í kvöld.
Aron átti frábæran leik fyrir Barcelona í kvöld. Vísir/Twitter

Aron Pálmarsson var stórkostlegur í liði Barcelona sem lagði Zagreb af velli með níu marka mun í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 32-23. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk er Elverum tapaði 34-28 gegn Flensburg.

Aron var markahæstur í liði Barcelona í kvöld með sex mörk, líkt og Víctor Tómás. Aron tók aðeins níu skot í leiknum og var því með 67% skotnýtingu. Þá lagði hann einnig upp tvö mörk í leiknum.

Barcelona var átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og sigur þeirra því aldrei í hættu í kvöld. Aron og félagar eru á toppi A-riðils, fjórum stigum á undan Pick Szeged og PSG. Liðin mætast innbyrðis á morgun en sitt hvor Íslendingurinn er í hvoru liði. Stefán Rafn Sigurmannsson leikur með Szeged og Guðjón Valur Sigurðsson með PSG.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk í sex marka tapi Elverum á heimavelli gegn Flensburg í Meistaradeildinni í kvöld. Lokatölur leiksins 34-28 eftir að Flensburg hafði verið einu marki yfir í hálfleik. Elverum er í næst neðsta sæti A-riðils þegar 12 leikjum af 14 er lokið en Flensburg er í 4. sæti af átta liðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.