Solskjær segir að það verði erfitt fyrir Pogba að koma sér aftur í form Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 10:00 Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær. Getty/Robbie Jay Barratt Það er ekki mjög líklegt að Paul Pogba muni spila eitthvað hlutverk á lokakafla tímabilsins ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær á síðasta blaðamannafundi United. Solskjær sagði þar að hann hafi áhyggjur af því að Paul Pogba eigi eftir að eiga í erfiðleikum með að koma sér aftur í almennilegt form. Paul Pogba hefur verið meira eða minna meiddur allt tímabilið og er aðeins búinn að spila samtals átta leiki á leiktíðinni. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli og endaði á því að fara í aðgerð. Hinn 26 ára gamli Pogba meiddist í september og hefur síðan aðeins náð að spila tvo leiki með Manchester United. Hann er ennþá bara á hlaupabretti og það er því enn langt í það að hann komi aftur inn á völlinn. „Paul veit að hann þarf að leggja mikið á sig til að komast aftur í sitt besta form. Hann hefur verið frá í svo langan tíma að það verður mjög krefjandi fyrir hann að komast aftur í form,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Paul Pogba's season has been wrecked by two ankle injuries that have restricted him to just eight games for Manchester United. Manager Ole Gunnar Solskjaer says he now faces a challenge just to get fit again. More https://t.co/TtemwrGKqn#manutd#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/tiVctPiPrl— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Norski knattspyrnustjórinn vék sér eiginlega undan að svara því hvort að Paul Pogba ætti eftir að spila aftur fyrir Manchester United en allt bendir til þess að franski miðjumaðurinn verði seldur í sumar. „Ég vildi geta sagt að hann spili aftur fyrir okkur um leið og hann kemst í form. Um leið og hann er kominn í form þá er hann nógu góður til að spila með liðinu. Ég er viss um að Paul sé líka ólmur í að spila fyrir okkur aftur,“ sagði Solskjær. Solskjær staðfesti það líka að Paul Pogba hafi fengið leyfi til að vera í endurhæfingu í burtu frá Mancheter United liðinu. Hann æfir því annars staðar en aðrir leikmenn liðsins. „Ég þarf ekki að réttlæta allar ákvarðanir. Paul er ennþá í endurhæfingu. Hann hefur tekið af sér gifsið og er byrjaður að hlaupa á hlaupabretti. Hann er að nálgast. Þetta hefur verið langur tími. Vonandi sjáum við hann sem fyrst,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Það er ekki mjög líklegt að Paul Pogba muni spila eitthvað hlutverk á lokakafla tímabilsins ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær á síðasta blaðamannafundi United. Solskjær sagði þar að hann hafi áhyggjur af því að Paul Pogba eigi eftir að eiga í erfiðleikum með að koma sér aftur í almennilegt form. Paul Pogba hefur verið meira eða minna meiddur allt tímabilið og er aðeins búinn að spila samtals átta leiki á leiktíðinni. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli og endaði á því að fara í aðgerð. Hinn 26 ára gamli Pogba meiddist í september og hefur síðan aðeins náð að spila tvo leiki með Manchester United. Hann er ennþá bara á hlaupabretti og það er því enn langt í það að hann komi aftur inn á völlinn. „Paul veit að hann þarf að leggja mikið á sig til að komast aftur í sitt besta form. Hann hefur verið frá í svo langan tíma að það verður mjög krefjandi fyrir hann að komast aftur í form,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Paul Pogba's season has been wrecked by two ankle injuries that have restricted him to just eight games for Manchester United. Manager Ole Gunnar Solskjaer says he now faces a challenge just to get fit again. More https://t.co/TtemwrGKqn#manutd#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/tiVctPiPrl— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Norski knattspyrnustjórinn vék sér eiginlega undan að svara því hvort að Paul Pogba ætti eftir að spila aftur fyrir Manchester United en allt bendir til þess að franski miðjumaðurinn verði seldur í sumar. „Ég vildi geta sagt að hann spili aftur fyrir okkur um leið og hann kemst í form. Um leið og hann er kominn í form þá er hann nógu góður til að spila með liðinu. Ég er viss um að Paul sé líka ólmur í að spila fyrir okkur aftur,“ sagði Solskjær. Solskjær staðfesti það líka að Paul Pogba hafi fengið leyfi til að vera í endurhæfingu í burtu frá Mancheter United liðinu. Hann æfir því annars staðar en aðrir leikmenn liðsins. „Ég þarf ekki að réttlæta allar ákvarðanir. Paul er ennþá í endurhæfingu. Hann hefur tekið af sér gifsið og er byrjaður að hlaupa á hlaupabretti. Hann er að nálgast. Þetta hefur verið langur tími. Vonandi sjáum við hann sem fyrst,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira