Handbolti

Seinni bylgjan gerði upp 16. um­ferð Olís-deildar kvenna | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hildur Þorgeirsdóttir í leiknum gegn ÍBV í 16. umferðinni.
Hildur Þorgeirsdóttir í leiknum gegn ÍBV í 16. umferðinni. vísir/bára

Sextánda umferðin í Olís-deild kvenna var gerð upp í Seinni bylgjunni sem var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.

Henry Birgir Gunnarsson og þeir Jóhann Gunnar Einarsson og Haraldur Þorvarðarson fóru ofan í kjölin á umferðinni sem var ansi áhugaverð.

Fram hafði betur gegn ÍBV fyrr í kvöld og var þetta fjórtándi sigur toppliðsins í röð. Stjarnan vann KA/Þór í spennuleik og sömu sögu má segja af HK gegn Haukum.

Þrefaldir meistarar Vals lentu svo í engum vandræðum með botnlið Aftureldingar á heimavelli.

Umræðuna um umferðina má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.

Klippa: Seinni bylgjan: 16. umferð Olís-deildar kvenna


Tengdar fréttir

Lovísa með tíu í öruggum sigri Vals

Lovísa Thompson var í stuði í kvöld þegar meistarar Vals unnu öruggan sigur á Aftureldingu, 32-22, í fyrsta leik 16. umferðar Olís-deildarinnar í handbolta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.