Handbolti

Lovísa með tíu í öruggum sigri Vals

Sindri Sverrisson skrifar
Lovísa Thompson skoraði tíu í kvöld.
Lovísa Thompson skoraði tíu í kvöld. vísir/bára

Lovísa Thompson var í stuði í kvöld þegar meistarar Vals unnu öruggan sigur á Aftureldingu, 32-22, í fyrsta leik 16. umferðar Olís-deildarinnar í handbolta.

Valur var á heimavelli og var sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Lovísa skoraði 10 mörk fyrir heimakonur, Ragnhildur Edda Þórðardóttir var næstmarkahæst með 5 mörk og Arna Sif Pálsdóttir skoraði 4, en Roberta Ivanauskaite skoraði 7 fyrir Aftureldingu.

Valskonur eru stigi á eftir toppliði Fram sem tekur á móti ÍBV á mánudag. Afturelding er án stiga á botninum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.