„Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. desember 2025 08:02 Lítill tími gefst til hvíldar á heimsmeistaramótinu í handbolta. vísir Stelpurnar okkar standa ekki bara í ströngu á HM í handbolta þessa dagana heldur eru þær margar í miðjum lokaprófum líka. Þessu vilja þær og landsliðsþjálfarinn breyta. Á meðan HM stendur yfir spilar landsliðið leik annan hvern dag, sex leiki á tólf dögum, alls tvær vikur með ferðadögum. Ákjósanlegast væri að meðan álagið er svona mikið, fengju þær að hvíla sig aðeins þegar tími gefst til, en svo er alls ekki. Mest allur tími, sem þær eyða ekki á æfingum, fundum, í endurhæfingu eða sjúkraþjálfun o.s.frv. fer í að læra fyrir eða taka lokapróf. „Það er nóg að gera. Maður fær engar pásur sko. Kennnarinn minn er búinn að sýna mikinn skilning en ég veit að það voru ekki allar jafn heppnar með það“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir. „Mér finnst algjört lágmark að skólar sýni þessu skilning og komi eins vel til móts við leikmenn og hægt er“ bætti hún við en margar hafa ekki mætt skilningi. „Áreitið er nóg fyrir“ Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær þreyttu að minnsta kosti tvær landsliðskonur lokapróf, Elín Rósa Magnúsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir. Allavega tvær þreyta svo próf fyrir leikinn gegn Spáni í dag, Lovísa Thompson og Rakel Oddný Guðmundsdóttir. „Sama dag og við erum að spila á heimsmeistaramóti. Þetta er ekki gott“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson. Allar hressar. Lovísa með heyrnartól að undirbúa sig fyrir lokapróf, nú eða leikinn gegn Spáni. vísir Hann kallar eftir því að fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti sé sýndur meiri skilningur af skólayfirvöldum. „Áreitið er nóg fyrir og það er mikið álag á þeim í kringum handboltann. Þess væri óskandi að þessu væri háttað öðruvísi, að þessar stelpur fengju eitthvað fyrir það að vera í þessu, fengju eitthvað fyrir það að vera hérna á heimsmeistaramóti og það væri borin aðeins meiri virðing fyrir því“ bætti hann við. Tvær vikur á vondum tíma Mótið stendur yfir í tvær vikur fyrir íslenska landsliðið, frá opnunarleiknum gegn Þýskalandi þann 26. nóvember fram yfir síðasta leik milliriðilsins gegn Færeyjum þann 6. desember, sem er algjör háannatími fyrir háskólafólk. „Þetta eru duglegar stelpur og ég er með hörku námsmenn hérna í hópnum líka, þær vilja gera vel alls staðar. Það er frábært og ég er ekkert að fara fram á að það stórkostlegt tilrask fyrir þær en það er þá allt í lagi að allavega hliðra til prófum þannig að þær geti einbeitt sér að handboltanum þennan tíma sem við erum hérna. Þetta eru ekki nema tvær vikur og það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu“ sagði Arnar. Fjallað var um fræðimennina okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Á meðan HM stendur yfir spilar landsliðið leik annan hvern dag, sex leiki á tólf dögum, alls tvær vikur með ferðadögum. Ákjósanlegast væri að meðan álagið er svona mikið, fengju þær að hvíla sig aðeins þegar tími gefst til, en svo er alls ekki. Mest allur tími, sem þær eyða ekki á æfingum, fundum, í endurhæfingu eða sjúkraþjálfun o.s.frv. fer í að læra fyrir eða taka lokapróf. „Það er nóg að gera. Maður fær engar pásur sko. Kennnarinn minn er búinn að sýna mikinn skilning en ég veit að það voru ekki allar jafn heppnar með það“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir. „Mér finnst algjört lágmark að skólar sýni þessu skilning og komi eins vel til móts við leikmenn og hægt er“ bætti hún við en margar hafa ekki mætt skilningi. „Áreitið er nóg fyrir“ Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær þreyttu að minnsta kosti tvær landsliðskonur lokapróf, Elín Rósa Magnúsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir. Allavega tvær þreyta svo próf fyrir leikinn gegn Spáni í dag, Lovísa Thompson og Rakel Oddný Guðmundsdóttir. „Sama dag og við erum að spila á heimsmeistaramóti. Þetta er ekki gott“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson. Allar hressar. Lovísa með heyrnartól að undirbúa sig fyrir lokapróf, nú eða leikinn gegn Spáni. vísir Hann kallar eftir því að fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti sé sýndur meiri skilningur af skólayfirvöldum. „Áreitið er nóg fyrir og það er mikið álag á þeim í kringum handboltann. Þess væri óskandi að þessu væri háttað öðruvísi, að þessar stelpur fengju eitthvað fyrir það að vera í þessu, fengju eitthvað fyrir það að vera hérna á heimsmeistaramóti og það væri borin aðeins meiri virðing fyrir því“ bætti hann við. Tvær vikur á vondum tíma Mótið stendur yfir í tvær vikur fyrir íslenska landsliðið, frá opnunarleiknum gegn Þýskalandi þann 26. nóvember fram yfir síðasta leik milliriðilsins gegn Færeyjum þann 6. desember, sem er algjör háannatími fyrir háskólafólk. „Þetta eru duglegar stelpur og ég er með hörku námsmenn hérna í hópnum líka, þær vilja gera vel alls staðar. Það er frábært og ég er ekkert að fara fram á að það stórkostlegt tilrask fyrir þær en það er þá allt í lagi að allavega hliðra til prófum þannig að þær geti einbeitt sér að handboltanum þennan tíma sem við erum hérna. Þetta eru ekki nema tvær vikur og það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu“ sagði Arnar. Fjallað var um fræðimennina okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira