Handbolti

ÍBV stóð lengi í topp­liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steinunn Björnsdóttir var frábær í kvöld.
Steinunn Björnsdóttir var frábær í kvöld. vísir/bára

Fram vann sex marka sigur á ÍBV, 31-25, er liðin mættust í síðasta leik 16. umferðar Olís-deildar kvenna í kvöld.Flestir bjuggust við sigri Framstúlkna fyrir leikinn en Eyjastúlkur gáfu ekki tommu eftir. Þær héldu í við Fram sem leiddu þó með fimm mörkum í hálfleik, 18-13.ÍBV náði fljótlega í síðari hálfleik að minnka muninn í tvö mörk, 19-17, en nær komust þær ekki og Fram jók bilið á nýjan leik. Lokatölur urðu svo 31-25.Steinunn Björnsdóttir var markahæst í liði Fram með níu mörk úr ellefu skotum. Næst kom Ragnheiður Júlíusdóttir með sjö mörk úr sextán skotum.Sandra Dís Sigurðardóttir skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og Sunna Jónsdóttir bætti við sex.Fram er áfram á toppi deildarinnar eftir sigurinn en liðið er með þremur stigum meira en Valur sem er í öðru sætinu. Eyjastúlkur eru í næst neðsta sætinu með tólf stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.