Handbolti

Gísli Þor­geir: Auð­vitað byrjar hugurinn að hugsa allt það versta

Anton Ingi Leifsson skrifar

Þetta hefur verið erfitt, ekki síst andlega, segir Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handbolta sem glímt hefur við axlarmeiðsli frá því í maí árið 2018.

Gísli meiddist fyrst á öxlinni í úrslitakeppninni með FH á Íslandsmótinu fyrir tveimur árum og í kjölfarið fór Gísli úr axlarlið með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni.

FH-ingurinn samdi við Magdeburg í janúar og í fyrsta leik sínum með félaginu meiddist hann enn á ný illa á öxl og þurfti í aðgerð.

„Ég fékk margskonar yfirlýsingar frá læknunum sem voru sláandi. Auðvitað byrjaði hugurinn að hugsa allt það versta. Það er alltaf sem gerist á þessum mómentum, síðustu tvö ár. Þegar þetta gerist kemur það versta upp í hugann,“ sagði Gísli við Guðjón Guðmundsson.

„Auðvitað er þetta ótrúlega leiðinlegt sem gerðist. Ég er búinn að fara í aðgerð aftur. Síðast var það á hægri en núna er það vinstri. Þetta er mjög leiðinlegt. Þetta er búið að vera meira og minna mitt annað heimili,“ sagði Gísli er hann var staddur í líkamsræktarsalnum í Kaplakrika.

Gísli segir að gott sé að komast út með neikvæðar tilfinningar sem koma upp á svona stundum.

„Það er mjög gott að koma því neikvæða frá sér. Síðan kemur reiðiskast og maður hugsar neikvætt. Þetta er búið að vera langt tímabil sem ég hef verið meiddur og hefur verið að endurtaka sig. Þetta snýst um að hugsa jákvætt,“ sagði Gísli.

Nánar verður rætt við hann á Vísi í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Gísli Þorgeir meiddist enn á ný á öxl

Fyrr í dag greindum við frá því að Gísli Þorgeir Kristjánsson hefði snúið aftur á handboltavöllinn eftir erfið meiðsli á öxl og skorað tvívegis er Magdeburg tapaði gegn Flensburg. Meiddist Gísli Þorgeir enn á ný illa á öxl í leiknum.

Gísli leikur ekki meira á tímabilinu

Gísli Þorgeir Kristjánsson mun ekki leika meira á leiktíðinni í þýska handboltanum eftir að hafa meiðst illa um helgina.

Gísli Þorgeir skrifar undir hjá Magdeburg

Gísli Þorgeir Kristjánsson verður áfram í þýsku bundesligunni þótt að Kiel hafi sagt upp samningi hans. SC Magdeburg tilkynnti um komu hans í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×