Handbolti

Gísli Þorgeir meiddist enn á ný á öxl

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir í leiknum í dag.
Gísli Þorgeir í leiknum í dag. Vísir/Mitteldeutsche Zeitung

Fyrr í dag greindum við frá því að Gísli Þorgeir Kristjánsson hefði snúið aftur á handboltavöllinn eftir erfið meiðsli á öxl og skorað tvívegis er Magdeburg tapaði gegn Flensburg. Meiddist Gísli Þorgeir enn á ný illa á öxl í leiknum.

Gísli þurfti að yfirgefa völlinn á 55. mínútu leiksins með tárin í augunum vegna verkja. Hann hefur verið að glíma við meiðsli á öxl undanfarin misseri og því mikið högg fyrir Gísla, Magdeburg [hans nýja lið] og íslenska landsliðið.

Gísli lenti í samstuði við Michael Jurecki sem fékk í kjölfarið rauða spjaldið. 

Þjálfari Magdeburg, Bennet Wiegert, vildi lítið ræða leikinn sjálfan eftir leik og sagði aðeins að hugur sinn væri hjá Gísla sem væri nýbúinn að stíga upp úr mjög erfiðum meiðslum. 

Óvíst er hversu lengi Gísli verður frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×