Handbolti

ÍBV áminnt og fékk 150 þúsund króna sekt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmannahópur ÍBV, Hvíti Riddarinn, hefur verið  með mæðraþema í síðustu leikjum.
Stuðningsmannahópur ÍBV, Hvíti Riddarinn, hefur verið með mæðraþema í síðustu leikjum.

Vankantar voru á framkvæmd bikarleiks ÍBV og FH í Vestmannaeyjum á dögunum og nú liggur fyrir úrskurður í því máli.

„Við fengum skýrslu eftirlitsmanns þar sem hann fer yfir ákveðna þætti sem vankantar voru á, varðandi framkvæmd leiksins og hegðun áhorfenda,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við Vísi á dögunum.

Á meðal þess sem ekki var í lagi var að leikmenn þurftu að ganga í gegnum áhorfendaskarann á leið til búningsherbergja og svo var aðgengi áhorfenda að klefa FH óhindrað og mikil læti þar fyrir undan. Hegðun stuðningsmanna ÍBV var einnig rædd í þessu máli en þeir mættu með myndir af mæðrum leikmanna FH og létu ýmis ófögur orð falla.

Mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að sekta ÍBV um 150 þúsund krónur vegna þessara vankanta á framkvæmdinni og ÍBV fær þess utan áminningu. Það staðfesti Róbert Geir í samtali við íþróttadeild.

ÍBV vann leikinn gegn FH og komst með því í undanúrslit bikarkeppninnar.


Tengdar fréttir

Hvítu riddararnir í gær: Við elskum mömmur okkar

Stuðningsmannasveit handboltaliðs Eyjamanna bauð aftur upp á mæðramyndir á hliðarlínunni í gær þegar ÍBV rúllaði upp toppliði Hauka. Þær voru hins vegar af allt öðrum toga en síðast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.