Körfubolti

Körfuboltakvöld ræðir nýjan leikmann Keflavíkur og Brexit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Í Dominos Körfuboltakvöldi nú síðasta föstudag var lið Keflavíkur aðeins rætt, þá sérstaklega innkoma Callum Reese Lawson í liðið. Einnig ræddu þeir félagar um möguleg áhrif Brexit á deildina.

Callum spilaði 27 mínútur í stórsigri Keflavíkur á Val nú á dögunum. Þar skoraði hann 14 stig, var hann með 100% skotnýtingu úr þriggja stigaskotum en hann tók alls þrjú slík í leiknum. Þá tók hann þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Kjartan Atli Kjartansson vildi vita hvort þetta væri leikmaður sem gæti a) hjálpað Keflavík og b) spilað þristinn.

Svarið má finna í spilaranum hér að ofan. Þá var Brexit einnig rætt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×