Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Ég held að Grindavík hafi loksins verið heppnir“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Grindavík hafði betur gegn Fjölni í gær en þetta var fyrsti sigurleikur liðsins síðan 13. desember.

Síðan þá hafði liðið tapað fimm leikjum í röð en vann svo sextán stiga sigur á Fjölnismönnum í gærkvöldi.

Grindvíkingar hafa fengið nýjan Bandaríkjamann en Seth Christian Le Day er kominn til liðsins. Hann stóð sig vel í leiknum; tók tíu fráköst og skoraði 23 stig.

Dominos Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu hans og Grindavíkur í leiknum.







„Ég sagði við ykkur þegar við vorum að horfa á leikinn að mér finnst þessi gæi frábær,“ sagði Teitur Örlygsson, einn spekingur þáttarins.

„Ég held að Grindavík hafi loksins verið heppnir. Hann er ekki að taka neitt af neinum og nær bara í sitt. Hann skilar frábærum tölum í fyrsta leik.“

Innslagið í heild sinni má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×