Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld minnist Kobe Bry­ant: „Hann var dýrkaður út um allt“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir sex dögum síðan og í nótt spiluðu Los Angeles Lakers sinn fyrsta leik eftir fráfall goðsagnarinnar.

Dominos Körfuboltakvöld ákvað að heiðra minningu Kobe í þætti sínum í gærkvöldi þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson, Teitur Örlygsson og Kristinn Geir Friðriksson fóru yfir feril Kobe.

„Mér finnst áhrifin sem þetta hefur haft mögnuð. Þetta er „bara“ íþróttamaður. Hann var meira en íþróttamaður og það náði langt út fyri körfubolta,“ sagði Teitur Örlygsson og hélt áfram:







„Það voru fótboltamenn, tennismenn, golfleikarar sem horfðu upp til hans sem fyrirmynd. Maður sá viðtal við Djokovic á Australian Open grátandi og Justin Thomas er búinn að breyta kylfunum sínum.“

„Það er sama í hvaða íþrótt það var. Hann var dýrkaður út um allt. Áhrifin eru miklu stærri en þegar fólk í einhverju öðru deyr. Það er magnað að sjá,“ sagði Teitur.

Hermann Hauksson tók svo við boltanum.

„Þetta er svona atburður sem þú munt muna eftir því hvar þú varst þegar þú fékkst fréttirnar af því að Kobe Bryant væri dáinn eftir þyrluslys. Það eru nokkur svona móment yfir ævina og þetta er eitt af þeim.“







Allt innslagið má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.


Tengdar fréttir

Þyrlan mátti ekki fara á loft í þoku

Fyrirtækið sem á þyrluna sem hrapaði með körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, Giönnu dóttur hans og sjö önnur innanborðs, hafði ekki leyfi til að fljúga í jafn lélegu skyggni og var þegar þyrlan fór niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×