Menning

Fjölnis­menn eftir Kjarval komnir aftur til Ís­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Verkið hangir uppi í sýningarsal Smiðjunnar.
Verkið hangir uppi í sýningarsal Smiðjunnar. aðsend

Málverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes Kjarval er komið aftur til Íslands. Myndin er til sýnis og sölu í Smiðjunni Listhúsi en verkið hefur verið um árabil í Danmörku.

Verkið var keypt af Íslendingi á uppboði í Kaupmannahöfn í byrjun desember og kemur það upphaflega úr dánarbúi Ragnars í Smára.

Verkið er af Fjölnismönnum, þeim Brynjólfi Péturssyni lögfræðingi, Jónasi Hallgrímssyni skáldi og náttúrufræðingi, Konráði Gíslasyni málfræðingi og Tómasi Sæmundssyni guðfræðingi og presti. Fjórmenningarnir voru skólabræður í Bessastaðaskóla og voru saman við nám við Kaupmannahafnarháskóla á fjórða áratugi nítjándu aldar.

Þeir Fjölnismenn stofnuðu tímaritið Fjölni árið 1834 þar sem þeir kynntu nýjar hugmyndir um sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar, gagnrýndu samtímann á Íslandi og þar birtust mörg þekktustu ljóða Jónasar í fyrsta skipti.

Þegar verkið var boðið upp í lok síðasta árs hjá Bruun og Rasmussen í Kaupmannahöfn var það verðlagt á 150 þúsund danskar krónur, sem samsvarar um 2,5 milljónum íslenskra króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.