Tottenham og Arsenal sögð hafa áhuga á leikmanni Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 11:00 Adam Lallana fagnar síðasta titli með Liverpool þegar liðið varð heimsmeistari félagsliða. Hann yfirgefur líklega félagið sem enskur meistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða. Getty/ David Ramos Adam Lallana er að öllum líkindum á sínu síðasta tímabili með Liverpool en samningur hans rennur út í sumar. Fullt af liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að fá hann á frjálsri sölu. Telegraph segir frá því að Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, vilji fá Lallana til sín en að stórliðin Tottenham og Arsenal hafi einnig áhuga á honum sem og West Ham. Adam Lallana þekkir náttúrulega mjög vel til Rodgers eftir tíma þeirra saman hjá Liverpool liðinu. Rodgers keypti Adam Lallana frá Southampton fyrir 25 milljónir punda sumarið 2014. Adam Lallana er 31 árs gamall og hefur aðeins spilað fyrir Southampton (2006-2014) og Liverpool (2014-) fyrir utan að hafa verið lánaður til Bournemouth í smá tíma þegar hann var nítján ára gamall. The Telegraph say Leicester are among several clubs with an interest in signing Adam Lallana on a free in the summer. A queue is forming for Lallana as he prepares to leave Anfield, with Tottenham, #Arsenal & West Ham also monitoring developments. https://t.co/eVacJgcDrr— Gurjit (@GurjitAFC) February 6, 2020 Það er ekkert að frétta af nýjum samningi fyrir Adam Lallana hjá Liverpool en hann skrifaði undir núverandi samning sinn í febrúar fyrir þremur árum síðan. Allt lítur því út fyrir að lið geti fengið hann frítt eftir 30. júní. Adam Lallana hefur spilaði þrettán leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en komið inn á sem varamaður í tíu þeirra. Jürgen Klopp hefur líka tekið hann af velli í öllum þremur leikjunum sem hann hefur byrjað en Lallana var síðast í byrjunarliðinu í 1-0 sigri á Úlfunum 29. desember síðastliðinn. Adam Lallana fékk heldur ekki eina mínútu í sex leikjum Liverpool í Meistaradeildinni. Besta tímabil hans með Liverpool var þegar hann var með 8 mörk og 7 stoðsendingar 2016-17 en hann missti af stórum hluta tímabilsins á eftir vegna meiðsla. Adam Lallana var fastamaður í enska landsliðshópnum frá 2015 til 2017 og skoraði í þremur landsleikjum í röð árið 2016 en hefur ekki verið valinn í landsliðið að undanförnu. Enski boltinn Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Adam Lallana er að öllum líkindum á sínu síðasta tímabili með Liverpool en samningur hans rennur út í sumar. Fullt af liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að fá hann á frjálsri sölu. Telegraph segir frá því að Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, vilji fá Lallana til sín en að stórliðin Tottenham og Arsenal hafi einnig áhuga á honum sem og West Ham. Adam Lallana þekkir náttúrulega mjög vel til Rodgers eftir tíma þeirra saman hjá Liverpool liðinu. Rodgers keypti Adam Lallana frá Southampton fyrir 25 milljónir punda sumarið 2014. Adam Lallana er 31 árs gamall og hefur aðeins spilað fyrir Southampton (2006-2014) og Liverpool (2014-) fyrir utan að hafa verið lánaður til Bournemouth í smá tíma þegar hann var nítján ára gamall. The Telegraph say Leicester are among several clubs with an interest in signing Adam Lallana on a free in the summer. A queue is forming for Lallana as he prepares to leave Anfield, with Tottenham, #Arsenal & West Ham also monitoring developments. https://t.co/eVacJgcDrr— Gurjit (@GurjitAFC) February 6, 2020 Það er ekkert að frétta af nýjum samningi fyrir Adam Lallana hjá Liverpool en hann skrifaði undir núverandi samning sinn í febrúar fyrir þremur árum síðan. Allt lítur því út fyrir að lið geti fengið hann frítt eftir 30. júní. Adam Lallana hefur spilaði þrettán leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en komið inn á sem varamaður í tíu þeirra. Jürgen Klopp hefur líka tekið hann af velli í öllum þremur leikjunum sem hann hefur byrjað en Lallana var síðast í byrjunarliðinu í 1-0 sigri á Úlfunum 29. desember síðastliðinn. Adam Lallana fékk heldur ekki eina mínútu í sex leikjum Liverpool í Meistaradeildinni. Besta tímabil hans með Liverpool var þegar hann var með 8 mörk og 7 stoðsendingar 2016-17 en hann missti af stórum hluta tímabilsins á eftir vegna meiðsla. Adam Lallana var fastamaður í enska landsliðshópnum frá 2015 til 2017 og skoraði í þremur landsleikjum í röð árið 2016 en hefur ekki verið valinn í landsliðið að undanförnu.
Enski boltinn Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn