Tottenham og Arsenal sögð hafa áhuga á leikmanni Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 11:00 Adam Lallana fagnar síðasta titli með Liverpool þegar liðið varð heimsmeistari félagsliða. Hann yfirgefur líklega félagið sem enskur meistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða. Getty/ David Ramos Adam Lallana er að öllum líkindum á sínu síðasta tímabili með Liverpool en samningur hans rennur út í sumar. Fullt af liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að fá hann á frjálsri sölu. Telegraph segir frá því að Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, vilji fá Lallana til sín en að stórliðin Tottenham og Arsenal hafi einnig áhuga á honum sem og West Ham. Adam Lallana þekkir náttúrulega mjög vel til Rodgers eftir tíma þeirra saman hjá Liverpool liðinu. Rodgers keypti Adam Lallana frá Southampton fyrir 25 milljónir punda sumarið 2014. Adam Lallana er 31 árs gamall og hefur aðeins spilað fyrir Southampton (2006-2014) og Liverpool (2014-) fyrir utan að hafa verið lánaður til Bournemouth í smá tíma þegar hann var nítján ára gamall. The Telegraph say Leicester are among several clubs with an interest in signing Adam Lallana on a free in the summer. A queue is forming for Lallana as he prepares to leave Anfield, with Tottenham, #Arsenal & West Ham also monitoring developments. https://t.co/eVacJgcDrr— Gurjit (@GurjitAFC) February 6, 2020 Það er ekkert að frétta af nýjum samningi fyrir Adam Lallana hjá Liverpool en hann skrifaði undir núverandi samning sinn í febrúar fyrir þremur árum síðan. Allt lítur því út fyrir að lið geti fengið hann frítt eftir 30. júní. Adam Lallana hefur spilaði þrettán leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en komið inn á sem varamaður í tíu þeirra. Jürgen Klopp hefur líka tekið hann af velli í öllum þremur leikjunum sem hann hefur byrjað en Lallana var síðast í byrjunarliðinu í 1-0 sigri á Úlfunum 29. desember síðastliðinn. Adam Lallana fékk heldur ekki eina mínútu í sex leikjum Liverpool í Meistaradeildinni. Besta tímabil hans með Liverpool var þegar hann var með 8 mörk og 7 stoðsendingar 2016-17 en hann missti af stórum hluta tímabilsins á eftir vegna meiðsla. Adam Lallana var fastamaður í enska landsliðshópnum frá 2015 til 2017 og skoraði í þremur landsleikjum í röð árið 2016 en hefur ekki verið valinn í landsliðið að undanförnu. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Adam Lallana er að öllum líkindum á sínu síðasta tímabili með Liverpool en samningur hans rennur út í sumar. Fullt af liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að fá hann á frjálsri sölu. Telegraph segir frá því að Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, vilji fá Lallana til sín en að stórliðin Tottenham og Arsenal hafi einnig áhuga á honum sem og West Ham. Adam Lallana þekkir náttúrulega mjög vel til Rodgers eftir tíma þeirra saman hjá Liverpool liðinu. Rodgers keypti Adam Lallana frá Southampton fyrir 25 milljónir punda sumarið 2014. Adam Lallana er 31 árs gamall og hefur aðeins spilað fyrir Southampton (2006-2014) og Liverpool (2014-) fyrir utan að hafa verið lánaður til Bournemouth í smá tíma þegar hann var nítján ára gamall. The Telegraph say Leicester are among several clubs with an interest in signing Adam Lallana on a free in the summer. A queue is forming for Lallana as he prepares to leave Anfield, with Tottenham, #Arsenal & West Ham also monitoring developments. https://t.co/eVacJgcDrr— Gurjit (@GurjitAFC) February 6, 2020 Það er ekkert að frétta af nýjum samningi fyrir Adam Lallana hjá Liverpool en hann skrifaði undir núverandi samning sinn í febrúar fyrir þremur árum síðan. Allt lítur því út fyrir að lið geti fengið hann frítt eftir 30. júní. Adam Lallana hefur spilaði þrettán leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en komið inn á sem varamaður í tíu þeirra. Jürgen Klopp hefur líka tekið hann af velli í öllum þremur leikjunum sem hann hefur byrjað en Lallana var síðast í byrjunarliðinu í 1-0 sigri á Úlfunum 29. desember síðastliðinn. Adam Lallana fékk heldur ekki eina mínútu í sex leikjum Liverpool í Meistaradeildinni. Besta tímabil hans með Liverpool var þegar hann var með 8 mörk og 7 stoðsendingar 2016-17 en hann missti af stórum hluta tímabilsins á eftir vegna meiðsla. Adam Lallana var fastamaður í enska landsliðshópnum frá 2015 til 2017 og skoraði í þremur landsleikjum í röð árið 2016 en hefur ekki verið valinn í landsliðið að undanförnu.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira