LeBron og Giannis búnir að kjósa í liðin sín og annað liðið er talsvert sterkara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Giannis Antetokounmpo og LeBron James eru fyrirliðar liðanna eins og í fyrra. Getty/Andrew D. Bernstein Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár. LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers. Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers. LeBron James makes his Lakers teammate, Anthony Davis, the first pick in the All-Star draft. https://t.co/nKZoqtw2c5pic.twitter.com/UNApbgPMiE— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 7, 2020 Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum. Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð. Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik. A look at Team LeBron vs. Team Giannis on paper #NBAAllStarpic.twitter.com/pwzMKE28Zu— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant. Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir. Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur. The All-Star rosters as drafted by @KingJames and @Giannis_An34 ... pic.twitter.com/GOyY8dXFOm— Marc Stein (@TheSteinLine) February 7, 2020 Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum Val 1 Anthony Davis Val 3 Kawhi Leonard Val 5 Luka Doncic Val 7 James Harden Val 10 Damian Lillard Val 12 Ben Simmons Val 14 Nikola Jokic Val 16 Jayson Tatum Val 18 Chris Paul Val 20 Russell Westbrook Val 22 Domantas SabonisLið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum Val 2 Joel Embiid Val 4 Pascal Siakam Val 6 Kemba Walker Val 8 Trae Young Val 9 Khris Middleton Val 11 Bam Adebayo Val 13 Rudy Gobert Val 15 Jimmy Butler Val 17 Kyle Lowry Val 19 Brandon Ingram Val 21 Donovan Mitchell NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár. LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers. Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers. LeBron James makes his Lakers teammate, Anthony Davis, the first pick in the All-Star draft. https://t.co/nKZoqtw2c5pic.twitter.com/UNApbgPMiE— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 7, 2020 Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum. Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð. Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik. A look at Team LeBron vs. Team Giannis on paper #NBAAllStarpic.twitter.com/pwzMKE28Zu— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant. Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir. Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur. The All-Star rosters as drafted by @KingJames and @Giannis_An34 ... pic.twitter.com/GOyY8dXFOm— Marc Stein (@TheSteinLine) February 7, 2020 Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum Val 1 Anthony Davis Val 3 Kawhi Leonard Val 5 Luka Doncic Val 7 James Harden Val 10 Damian Lillard Val 12 Ben Simmons Val 14 Nikola Jokic Val 16 Jayson Tatum Val 18 Chris Paul Val 20 Russell Westbrook Val 22 Domantas SabonisLið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum Val 2 Joel Embiid Val 4 Pascal Siakam Val 6 Kemba Walker Val 8 Trae Young Val 9 Khris Middleton Val 11 Bam Adebayo Val 13 Rudy Gobert Val 15 Jimmy Butler Val 17 Kyle Lowry Val 19 Brandon Ingram Val 21 Donovan Mitchell
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira