Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld: Biðu eftir Inga sem mætti of seint á ritara­borðið með pizzu í hendinni

Anton Ingi Leifsson skrifar

Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans í Dominos Körfuboltakvöldi gerðu í kvöld upp 19. umferðina í Dominos-deild kvenna.

Topplið KR og Vals lentu í vandræðum með botnlið Breiðablik og Grindavíkur en höfðu sigur, Haukar unnu í Stykkishólmi og Skallagrímur hafði betur gegn Keflavík.

Það vakti athygli í leik KR og Grindavíkur að þegar síðari hálfleikur var að fara af stað þá vantaði einn á ritaraborðið.

Það var Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karlaliðs KR, en hann hafði skotist fram að ná sér í að borða. Hann kom svo hlaupandi inn í salinn með pizzu í hendinni.

Teitur Örlygsson og Benedikt Guðmundsson voru í settinu hjá Kjartani Atla í kvöld og þeir höfðu gaman að.

Allt innslagið má sjá efst í fréttinni þar sem umferðin er greind í þaula.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×