Eigandi Leeds stappar stálinu í stuðningsmenn liðsins eftir magurt gengi að undanförnu Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2020 11:00 Það var ekki mikil gleði yfir leikmönnum Leeds vísir/getty Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, sendi stuðningsmönnum liðsins kveðju á Twitter í gær eftir að hrakfarir liðsins síðustu vikur hélt áfram í 1-0 tapi gegn Nottingham Forest í gær. Leeds hefur einungis unnið einn af síðustu sex leikjum. Þeir voru komnir í ansi myndarlega stöðu á toppi deildarinnar fyrir jól en nú munar einungis tveimur stigum á Leeds í öðru sætinu og Brentford í 5. sætinu. Stuðningsmenn liðsins eru farnir að hafa verulegar áhyggjur en eigandinn sendi þeim kveðju á Twitter í gær og stappaði í þá stálinu. „Ég skil gremju ykkar en þeir lögðu mikið á sig; hrós á Nottingham Forest sem vörðust mjög vel og markvörðurinn var frábær. Við erum í öðru sætinu, fimmtán leikir eftir og þetta eru bestu úrslitin sem félagið hefur náð í síðan það féll,“ sagði Andrea. I understand your frustration but I have seen a big effort; credit to @NFFC defended very well and a great GK performance. We are second, 15 games to go, best result the Club has ever had since was relegated.. I believe in our players, manager and our loyal fans. Till the end MOT— Andrea Radrizzani (@andrearadri) February 8, 2020 „Ég trúi á leikmennina okkar, stjórann og okkar traustu stuðningsmenn. Til endaloka MOT,“ bætti Andrea við. WBA er á toppnum í deildinni, með stigi meira en Leeds, en þeir spila gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall í kvöld. Tvö efstu liðin fara beint upp í úrvalsdeildina en liðin í öðru sæti til þess sjötta fara í umspil. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, sendi stuðningsmönnum liðsins kveðju á Twitter í gær eftir að hrakfarir liðsins síðustu vikur hélt áfram í 1-0 tapi gegn Nottingham Forest í gær. Leeds hefur einungis unnið einn af síðustu sex leikjum. Þeir voru komnir í ansi myndarlega stöðu á toppi deildarinnar fyrir jól en nú munar einungis tveimur stigum á Leeds í öðru sætinu og Brentford í 5. sætinu. Stuðningsmenn liðsins eru farnir að hafa verulegar áhyggjur en eigandinn sendi þeim kveðju á Twitter í gær og stappaði í þá stálinu. „Ég skil gremju ykkar en þeir lögðu mikið á sig; hrós á Nottingham Forest sem vörðust mjög vel og markvörðurinn var frábær. Við erum í öðru sætinu, fimmtán leikir eftir og þetta eru bestu úrslitin sem félagið hefur náð í síðan það féll,“ sagði Andrea. I understand your frustration but I have seen a big effort; credit to @NFFC defended very well and a great GK performance. We are second, 15 games to go, best result the Club has ever had since was relegated.. I believe in our players, manager and our loyal fans. Till the end MOT— Andrea Radrizzani (@andrearadri) February 8, 2020 „Ég trúi á leikmennina okkar, stjórann og okkar traustu stuðningsmenn. Til endaloka MOT,“ bætti Andrea við. WBA er á toppnum í deildinni, með stigi meira en Leeds, en þeir spila gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall í kvöld. Tvö efstu liðin fara beint upp í úrvalsdeildina en liðin í öðru sæti til þess sjötta fara í umspil.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira