Körfubolti

Mögnuð frammistaða Mitchell dugði ekki til er Utah tapaði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Ashley Landis/Getty Images

Ef fyrsti leikur úrslitakeppni NBA-deildarinnar er eitthvað til að fara eftir má reikna með stórskemmtilegri keppni næstu vikur. Denver Nuggets unnu Utah Jazz með tíu stiga mun, 135-125, eftir framlengdan leik.

Denver voru með tögl og haldir í fyrri hálfleik en Utah – með Donovan Mitchell fremstan í farabroddi – voru aldrei langt undan. Staðan í hálfleik 59-52.

Jazz tóku svo öll völd í upphafi síðari hálfleiks og voru yfir áður en haldið var inn í síðasta fjórðung leiksins. Leikurinn sveiflaðist Denver í hag en þegar flautað var til leiksloka var staðan 115-115 og því þurfti að framlengja.

Þar reyndust Denver mun sterkari aðilinn og unnu á endanum tíu stiga sigur, lokatölur 135-125. Staðan 1-0 Denver í vil en vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram.

Eins og áður sagði var Donovan Mitchell ótrúlegur í liði Jazz. Hann skoraði 57 stig og tók níu fráköst. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Næst stigahæstur var Joe Ingles með 19 stig. Hjá Denver var Jamal Murray með 36 stig ásamt því að gefa níu stoðsendingar. Nikola Jokić var svo með tvöfalda tvennu en hann setti 29 stig og tók tíu fráköst.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.