Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Tanja Vigdisdottir skrifar 16. ágúst 2020 20:29 Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. Við sem höfum þekkt þig áratugum saman vitum að oft tekurðu ansi djúpt í árinni og venjulega fyrirgefum við þér látalætin en í þetta skiptið get ég ekki látið sitja hjá við að koma með nokkra punkta. Ég geri þetta vegna þess að núna virðist þú sérlega illa að þér í málefninu og já, ert í raun að tala um eitthvað sem þú veist ekkert um og notar skilgreiningar og hugtök sem voru algeng fyrir 50 - 60 árum en er löngu hætt að nota þar sem vísindum hefur fleytt fram og aukinn skilningur er á málefnunum. Ég ætla að byrja á að leiðrétta þig varðandi samkynhneigð. Sennilega ertu með mjög gamla kennslubók í fræðunum við hlið þér vegna þess að samkynhneigð er ekki eitthvað sem einstaklingurinn velur né heldur snýst hún einvörðungu um glímutök í bólinu. Þetta var líka algeng skoðun samfélagsins fyrir áratugum síðan en hlutirnir hafa breyst. Samkynhneigð er að einstaklingur laðast andlega og líkamlega til annars einstaklings af sama kyni. Samkynhneigðir einstaklingar fella ástir til hvors annars alveg eins og gagnkynhneigt fólk gerir. Það er gott að hafa þetta í huga skyldirðu einhvern tímann hitta fyrir samkynhneigt par. Ég get t.d. sagt þér að ég og verðandi konan mín eigum í ríkulegu ástarsambandi og þó skilja Atlantsálar okkur að enn um sinn. Ég sé að þú ruglar heldur betur hugtakinu gender dysphoria í samhengi við hugtökin transgender og cisgender. Transgender er einstaklingur sem í örstuttu máli fæðist í vitlausum líkama og gender dysphoria er vanlíðan sem getur skapast af því þegar persónan og líkaminn passa ekki saman. Cisgender er einstaklingur þar sem persónan og líkaminn passa saman. Meirihluti mannkyns er cisgender. Transgender er ekki lengur skilgreint sem sjúkdómur í nýjustu útgáfu ICD. Þú hlýtur að vera að styðjast við gamla útgáfu í máli þínu. ICD staðallinn hefur löngum þótt umdeildur þegar kemur að transfólki og sannast sagna þótt íhaldssamur og fjandsamlegur. Við skulum ekki gleyma því að lengi vel var samkynhneigð skilgreind í ICD. Í vísindum samtímans er að verða sífellt meiri skilningur á því að kyn eins og það hefur verið skilgreint, þ.e.a.s. út frá kynfærum er í besta falli ónákvæmt ef ekki rangt og þörf sé á útvíkkun hugtaka og betri skilgreiningum. Ég hvet þig Addi til að lesa nýjar rannsóknir og þá þær sem eru framkvæmdar af viðurkenndum aðilum innan heilbrigðisstétta. Ég gætið haldið áfram lengi með rangindi hugtakanotkunar en læt þessi nægja í bili. Þú vitnar í nýja bók Abigail Shrier máli þínu til stuðnings. Ég er satt að segja mjög hissa á því að þú Addi sem titlar þig sem sálfræðing skuli gera svona hvað þá nota Freud sem einhverja tilvitnun, eitthvað sem engir sálfræðingar vandir að virðingu sinni gera lengur. Abigail er hvorki læknir né sálfræðingur né heldur er hún blaðamaður þó hún titli sig sem slíka. Hún er aftur á móti þekkt innan öfga hægri og íhaldshreyfingarinnar í USA og hefur skrifað skoðunargreinar fyrir öfgasíður eins og The Daily Caller sem Tucker Carlsson hjá Fox News var með að stofna. Það er vel þekkt að öfga hægri og íhaldshreyfingar í Bandaríkjunum hafa mikinn fjandskap gegn hinsegin fólki og þá sérstaklega transfólki og oft eru gervivísindi notuð í málflutningi þeirra til að afneita tilveru transfólks því með afneitun á tilveru er réttlæting á ofbeldi og ofsóknum komin fram. Mér finnst Addi þessi grein þín bera mikinn svip að því sem hægt er að lesa í amerískum öfga hægri og íhaldsfjölmiðlum og það veldur mér dálitlum áhyggjum að þú gerir þér ekki grein fyrir að þú ert að gerast mikill merkisberi hatursorðræðu og hreyfingar sem leiðir ofsóknir á hendur transfólki, þar sem við konurnar erum skotnar í tætlur á götum úti í Bandaríkjunum og í Pakistan erum við brenndar lifandi og lík okkar afskræmd. Ert þú virkilega að gerast málsvari þess að í nafni vísinda eigi að þurrka af yfirborði jarðarinnar heilan hóp af manneskjum fyrir það eitt að hafa fæðst í röngum líkama? Við erum ekki geðveik og höfum aldrei verið. Hins vegar stuðla fordómar, grimmd, miskunnarleysi og fjandskapur sem greinin þín ber með sér að líf okkar verða á köflum ansi erfið og mörg okkar bugast á endanum. Ég spyr þig Addi, er hatrið sem þú setur fram með skoðun þinni þess virði? Gerir þú þér grein fyrir hvað þú ert að gera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Tengdar fréttir Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. Við sem höfum þekkt þig áratugum saman vitum að oft tekurðu ansi djúpt í árinni og venjulega fyrirgefum við þér látalætin en í þetta skiptið get ég ekki látið sitja hjá við að koma með nokkra punkta. Ég geri þetta vegna þess að núna virðist þú sérlega illa að þér í málefninu og já, ert í raun að tala um eitthvað sem þú veist ekkert um og notar skilgreiningar og hugtök sem voru algeng fyrir 50 - 60 árum en er löngu hætt að nota þar sem vísindum hefur fleytt fram og aukinn skilningur er á málefnunum. Ég ætla að byrja á að leiðrétta þig varðandi samkynhneigð. Sennilega ertu með mjög gamla kennslubók í fræðunum við hlið þér vegna þess að samkynhneigð er ekki eitthvað sem einstaklingurinn velur né heldur snýst hún einvörðungu um glímutök í bólinu. Þetta var líka algeng skoðun samfélagsins fyrir áratugum síðan en hlutirnir hafa breyst. Samkynhneigð er að einstaklingur laðast andlega og líkamlega til annars einstaklings af sama kyni. Samkynhneigðir einstaklingar fella ástir til hvors annars alveg eins og gagnkynhneigt fólk gerir. Það er gott að hafa þetta í huga skyldirðu einhvern tímann hitta fyrir samkynhneigt par. Ég get t.d. sagt þér að ég og verðandi konan mín eigum í ríkulegu ástarsambandi og þó skilja Atlantsálar okkur að enn um sinn. Ég sé að þú ruglar heldur betur hugtakinu gender dysphoria í samhengi við hugtökin transgender og cisgender. Transgender er einstaklingur sem í örstuttu máli fæðist í vitlausum líkama og gender dysphoria er vanlíðan sem getur skapast af því þegar persónan og líkaminn passa ekki saman. Cisgender er einstaklingur þar sem persónan og líkaminn passa saman. Meirihluti mannkyns er cisgender. Transgender er ekki lengur skilgreint sem sjúkdómur í nýjustu útgáfu ICD. Þú hlýtur að vera að styðjast við gamla útgáfu í máli þínu. ICD staðallinn hefur löngum þótt umdeildur þegar kemur að transfólki og sannast sagna þótt íhaldssamur og fjandsamlegur. Við skulum ekki gleyma því að lengi vel var samkynhneigð skilgreind í ICD. Í vísindum samtímans er að verða sífellt meiri skilningur á því að kyn eins og það hefur verið skilgreint, þ.e.a.s. út frá kynfærum er í besta falli ónákvæmt ef ekki rangt og þörf sé á útvíkkun hugtaka og betri skilgreiningum. Ég hvet þig Addi til að lesa nýjar rannsóknir og þá þær sem eru framkvæmdar af viðurkenndum aðilum innan heilbrigðisstétta. Ég gætið haldið áfram lengi með rangindi hugtakanotkunar en læt þessi nægja í bili. Þú vitnar í nýja bók Abigail Shrier máli þínu til stuðnings. Ég er satt að segja mjög hissa á því að þú Addi sem titlar þig sem sálfræðing skuli gera svona hvað þá nota Freud sem einhverja tilvitnun, eitthvað sem engir sálfræðingar vandir að virðingu sinni gera lengur. Abigail er hvorki læknir né sálfræðingur né heldur er hún blaðamaður þó hún titli sig sem slíka. Hún er aftur á móti þekkt innan öfga hægri og íhaldshreyfingarinnar í USA og hefur skrifað skoðunargreinar fyrir öfgasíður eins og The Daily Caller sem Tucker Carlsson hjá Fox News var með að stofna. Það er vel þekkt að öfga hægri og íhaldshreyfingar í Bandaríkjunum hafa mikinn fjandskap gegn hinsegin fólki og þá sérstaklega transfólki og oft eru gervivísindi notuð í málflutningi þeirra til að afneita tilveru transfólks því með afneitun á tilveru er réttlæting á ofbeldi og ofsóknum komin fram. Mér finnst Addi þessi grein þín bera mikinn svip að því sem hægt er að lesa í amerískum öfga hægri og íhaldsfjölmiðlum og það veldur mér dálitlum áhyggjum að þú gerir þér ekki grein fyrir að þú ert að gerast mikill merkisberi hatursorðræðu og hreyfingar sem leiðir ofsóknir á hendur transfólki, þar sem við konurnar erum skotnar í tætlur á götum úti í Bandaríkjunum og í Pakistan erum við brenndar lifandi og lík okkar afskræmd. Ert þú virkilega að gerast málsvari þess að í nafni vísinda eigi að þurrka af yfirborði jarðarinnar heilan hóp af manneskjum fyrir það eitt að hafa fæðst í röngum líkama? Við erum ekki geðveik og höfum aldrei verið. Hins vegar stuðla fordómar, grimmd, miskunnarleysi og fjandskapur sem greinin þín ber með sér að líf okkar verða á köflum ansi erfið og mörg okkar bugast á endanum. Ég spyr þig Addi, er hatrið sem þú setur fram með skoðun þinni þess virði? Gerir þú þér grein fyrir hvað þú ert að gera?
Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun