Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Arnar Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 14:00 Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Örsjaldan fæðast börn með kynfæri beggja eða vísi að þeim (intersex). Kynvitund eða kynsömun (sexual identity, sexual identification) felur í sér skilning hvers og eins á eigin kyni, þ.e. venjulega, hvort um sé að ræða karl- eða kvenkyn (eða hvorugkyn). Kynvitund stuðlar að mótun kynhlutverka (sexual role, gender role) í samræmi við algengar væntingar og reglur þar um. Kynhneigð snýr að kynhvötinni (sexual need, sexual urge), þ.e. hvernig hver og einn kýs að leysa girnd sína, njóta kynásta. Oftast er um gagnkynkynhneigð (heterosexual) að ræða, þ.e. kona kýs að ástunda kynlíf með karli og öndvert. Stundum er fólk samkynhneigt (homosexual) eða tvíkynhneigt (bisexual). Kynhneigð hefur í sögunnar rás verið með ýmsu móti. T.d. var samkynhneigð stunduð í Grikklandi hinu forna og þekkt meðal fjölmargra þjóðflokka. Kynhneigð skýrist tæpast nægilega fyrr en á áliðnu gelgjuskeiði eða snemma á fullorðinsárum. Kynhvötin er jafnan óstýrilát. Austurríski læknirinn og sálkönnuðurinn, Sigmund Freud (1956-1939), sagði ung börn ekki vera við eina fjölina felld (polymorph perverse), hvað snerti munúð og unað. Hvort tveggja kynjanna nyti ásta með sama og gagnstæðu kyni. Hins vegar beindi uppeldi og siðboð kynnautninni í ákveðinn farveg. En þrátt fyrir þetta er kynhneigðin býsna óstöðug eins og sjá má, þegar kynin lifa einöngruð hvort frá öðru, t.d. í fangelsum. Þar er t.a.m. ekki óalgengt, að konur verði samkynhneigðar. Sumar taka meira að segja upp dæmigerða karlháttu og –hlutverk. En þegar heim er komið verða þær aftur gagnkynhneigðar með karli sínum (eða körlum). Þekkt er kynröskun, kynvitundarbrenglun eða kynhverfa (transgender, transsexual, sexual dysphoria, gender dysphoria, gender identity dissorder, genderqueer, cisgender), þ.e. efasemdir og óvissa um eigið kynferði, kynósætti. Um er að ræða nokkur tilbrigði. Vægara tilbrigði þessa er klæðnaðarskiptahneigð (cross-dressing), þ.e. sú þörf eða þrá að samsamast gagnstæðu kyni, að því marki að klæðast fötum þess og tileinka sér dæmigert látæði eða hátterni viðkomandi kyns. Oftast er um karlmenn að ræða, karldrottningar (drag queen), og stundum er röskunin hverful. Öllu afdrifaríkari og alvarlegri er sú vitund, tilfinning eða sannfæring, að kynið sé rangt og öfugsnúið. Slík sannfæring getur stuðlað að ásetningi um kynbreytingu eða kynskipti (transsexualism). Kynröskun hefur bæði hjá ungum og öldnum stundum verið tengd sjúkdómum eins og Klinefelters heilkenni (Klinefelter´s syndrome), ýmsum tilbrigðum við geðveiki (psychosis) og geðklofa (schizophrenia). Kynröskun er skilgreind sem sjúkdómur í ICD (International Classification of Diseases). Kynþroskaröskun er vægari greining sömu grundvallarkynóvissu (sexual maturation disorder). Kynskipti (sex reassignment surgery, sexual surgery, gender reassignment surgery, sex reassignment therapy, sex change) skyldi framkvæma að ítarlega athuguðu máli, því heilbrigð líffæri eru skemmd við aðgerðina og önnur gerð óstarfhæf, án þess að starfhæf kynfæri og kyntengd starfshæfni miðtaugakerfis hins óskaða kyns verði sköpuð. Kynvakagjöf veldur óafturkræfum breytingum. Karlkona verður ekki að eiginlegri konu, kvenkarl ekki að eiginlegum karli. Þriðja kynið, samkyn, hvorugkyn eða hinsegin kyn, er þannig til orðið. Hugsanlega er endurskapað það kyn, sem getið er um í grískri goðafræði. Í Samdrykkju forngríska heimspekingsins, Platons, segir: „Í fyrsta lagi voru þrjú kynferði manna, ekki tvö, karlkyn og kvenkyn, eins og nú. Auk þessara var til hið þriðja kyn sem var samsett af hinum tveimur.“ (Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson.) Fram að þessu hafa drengir og karlar aðallega þjáðst af kynröskun – jafnvel sex til níu sinnum oftar. En nú virðist hafa brotist út faraldur meðal unglingsstúlkna – jafnvel snemma á gelgjuskeiði - sem eru ónógar sjálfum sér, angistarfullar og daprar í bragði. Faraldurinn er í eðli sínu svipaður öðrum sálsýkisfaraldri, t.d. sjálfsmeiðingum og lystarstoli. Þróunin er uggvænleg. Í bók sinni, „Óafturkræft tjón: Dætur okkar eru dregnar á tálar í kynskiptabrjálæði,“ (Irreversible dammage: The transgender Craze Seducing Our Daughters) bendir norður-ameríski blaðamaðurinn, Abigail Shrier, m.a. á, að í Stóra-Bretlandi hafi slíkum aðferðum hafi fjölgað um rúm 4000% milli áranna 2016 og 2017. Svo virðist sem þróunin sé svipuð í heimalandi hennar. Abigail kallar fyrirbærið „tímabundna móðursýki.“ Ungu stúlkurnar gera sér í hugarlund, að kynskipti muni bæta heilsu þeirra og geð. Hvað veldur? Höfundur segir: „Á líðandi stundu er fórnarlambsskilningur eftirsóknarverður meðal unglinga. Þetta er einasti valkostur hvítra unglingsstúlkna, svo margar þeirra velja hann.“ Abigail bendir einnig á, að það eigi sér stað „markviss innræting kynjahugmyndafræði í skólum. Því sé stöðugt haldið að unglingunum, að kyn þeirra gæti verið rangt. ... Í stað þess að kenna börnunum eru þau endurgerð.“ Höfundur er sálfræðingur. Ótilgreindar þýðingar eru höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Örsjaldan fæðast börn með kynfæri beggja eða vísi að þeim (intersex). Kynvitund eða kynsömun (sexual identity, sexual identification) felur í sér skilning hvers og eins á eigin kyni, þ.e. venjulega, hvort um sé að ræða karl- eða kvenkyn (eða hvorugkyn). Kynvitund stuðlar að mótun kynhlutverka (sexual role, gender role) í samræmi við algengar væntingar og reglur þar um. Kynhneigð snýr að kynhvötinni (sexual need, sexual urge), þ.e. hvernig hver og einn kýs að leysa girnd sína, njóta kynásta. Oftast er um gagnkynkynhneigð (heterosexual) að ræða, þ.e. kona kýs að ástunda kynlíf með karli og öndvert. Stundum er fólk samkynhneigt (homosexual) eða tvíkynhneigt (bisexual). Kynhneigð hefur í sögunnar rás verið með ýmsu móti. T.d. var samkynhneigð stunduð í Grikklandi hinu forna og þekkt meðal fjölmargra þjóðflokka. Kynhneigð skýrist tæpast nægilega fyrr en á áliðnu gelgjuskeiði eða snemma á fullorðinsárum. Kynhvötin er jafnan óstýrilát. Austurríski læknirinn og sálkönnuðurinn, Sigmund Freud (1956-1939), sagði ung börn ekki vera við eina fjölina felld (polymorph perverse), hvað snerti munúð og unað. Hvort tveggja kynjanna nyti ásta með sama og gagnstæðu kyni. Hins vegar beindi uppeldi og siðboð kynnautninni í ákveðinn farveg. En þrátt fyrir þetta er kynhneigðin býsna óstöðug eins og sjá má, þegar kynin lifa einöngruð hvort frá öðru, t.d. í fangelsum. Þar er t.a.m. ekki óalgengt, að konur verði samkynhneigðar. Sumar taka meira að segja upp dæmigerða karlháttu og –hlutverk. En þegar heim er komið verða þær aftur gagnkynhneigðar með karli sínum (eða körlum). Þekkt er kynröskun, kynvitundarbrenglun eða kynhverfa (transgender, transsexual, sexual dysphoria, gender dysphoria, gender identity dissorder, genderqueer, cisgender), þ.e. efasemdir og óvissa um eigið kynferði, kynósætti. Um er að ræða nokkur tilbrigði. Vægara tilbrigði þessa er klæðnaðarskiptahneigð (cross-dressing), þ.e. sú þörf eða þrá að samsamast gagnstæðu kyni, að því marki að klæðast fötum þess og tileinka sér dæmigert látæði eða hátterni viðkomandi kyns. Oftast er um karlmenn að ræða, karldrottningar (drag queen), og stundum er röskunin hverful. Öllu afdrifaríkari og alvarlegri er sú vitund, tilfinning eða sannfæring, að kynið sé rangt og öfugsnúið. Slík sannfæring getur stuðlað að ásetningi um kynbreytingu eða kynskipti (transsexualism). Kynröskun hefur bæði hjá ungum og öldnum stundum verið tengd sjúkdómum eins og Klinefelters heilkenni (Klinefelter´s syndrome), ýmsum tilbrigðum við geðveiki (psychosis) og geðklofa (schizophrenia). Kynröskun er skilgreind sem sjúkdómur í ICD (International Classification of Diseases). Kynþroskaröskun er vægari greining sömu grundvallarkynóvissu (sexual maturation disorder). Kynskipti (sex reassignment surgery, sexual surgery, gender reassignment surgery, sex reassignment therapy, sex change) skyldi framkvæma að ítarlega athuguðu máli, því heilbrigð líffæri eru skemmd við aðgerðina og önnur gerð óstarfhæf, án þess að starfhæf kynfæri og kyntengd starfshæfni miðtaugakerfis hins óskaða kyns verði sköpuð. Kynvakagjöf veldur óafturkræfum breytingum. Karlkona verður ekki að eiginlegri konu, kvenkarl ekki að eiginlegum karli. Þriðja kynið, samkyn, hvorugkyn eða hinsegin kyn, er þannig til orðið. Hugsanlega er endurskapað það kyn, sem getið er um í grískri goðafræði. Í Samdrykkju forngríska heimspekingsins, Platons, segir: „Í fyrsta lagi voru þrjú kynferði manna, ekki tvö, karlkyn og kvenkyn, eins og nú. Auk þessara var til hið þriðja kyn sem var samsett af hinum tveimur.“ (Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson.) Fram að þessu hafa drengir og karlar aðallega þjáðst af kynröskun – jafnvel sex til níu sinnum oftar. En nú virðist hafa brotist út faraldur meðal unglingsstúlkna – jafnvel snemma á gelgjuskeiði - sem eru ónógar sjálfum sér, angistarfullar og daprar í bragði. Faraldurinn er í eðli sínu svipaður öðrum sálsýkisfaraldri, t.d. sjálfsmeiðingum og lystarstoli. Þróunin er uggvænleg. Í bók sinni, „Óafturkræft tjón: Dætur okkar eru dregnar á tálar í kynskiptabrjálæði,“ (Irreversible dammage: The transgender Craze Seducing Our Daughters) bendir norður-ameríski blaðamaðurinn, Abigail Shrier, m.a. á, að í Stóra-Bretlandi hafi slíkum aðferðum hafi fjölgað um rúm 4000% milli áranna 2016 og 2017. Svo virðist sem þróunin sé svipuð í heimalandi hennar. Abigail kallar fyrirbærið „tímabundna móðursýki.“ Ungu stúlkurnar gera sér í hugarlund, að kynskipti muni bæta heilsu þeirra og geð. Hvað veldur? Höfundur segir: „Á líðandi stundu er fórnarlambsskilningur eftirsóknarverður meðal unglinga. Þetta er einasti valkostur hvítra unglingsstúlkna, svo margar þeirra velja hann.“ Abigail bendir einnig á, að það eigi sér stað „markviss innræting kynjahugmyndafræði í skólum. Því sé stöðugt haldið að unglingunum, að kyn þeirra gæti verið rangt. ... Í stað þess að kenna börnunum eru þau endurgerð.“ Höfundur er sálfræðingur. Ótilgreindar þýðingar eru höfundar.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun