Enski boltinn

Giroud fer ekki fet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giroud hefur komið lítið við sögu hjá Chelsea á þessu tímabili.
Giroud hefur komið lítið við sögu hjá Chelsea á þessu tímabili. vísir/getty

Olivier Giroud fer ekki frá Chelsea og klárar tímabilið með liðinu.

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Hann sagði Chelsea hefði ekki fundið leikmann í staðinn fyrir Giroud og því hafi Frakkanum ekki verið leyft að fara.



Giroud hefur verið orðaður við brottför frá Chelsea undanfarna mánuði. Franski heimsmeistarinn hefur fá tækifæri fengið með Chelsea í vetur.

Á blaðamannafundinum sagði Lampard einnig að engra frétta væri að vænta af félagaskiptum hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×